18.11.2011 | 00:28
Flugmálastjórn fer offari og fylgir ekki stjórnsýslureglum.
Við fögnum því að Flugmálastjóri tjái sig um málefni almannaflugsins en um leið sérstakt að tölvupóstur FMS um málið er fyrst og fremst beint til atvinnuflugsins og stjórnsýslu.
Þá er fagnaðarefni að sjá svolítið af tölulegum upplýsingum um stöðu almannaloftfara ekki sýst þar sem FMS hefur ekki sinnt ítrekuðum beiðnum um tölulegar upplýsingar og neitað að afhenda aðrar upplýsingar, t.d. ACAM skoðanir, sjá viðhengi.
Rétt er að bregðast aðeins við skrifum um mótorsviffluguna en svo virðist sem Flugmálastjóri sé lítt upplýstur um málið og rangfærslur eru nokkrar.
Í umfangsmikilli yfir 10 tíma skoðun á loftfarinu og aðallega gögnum þess fundu skoðunarmenn 13 frávik þar af 9 svonefnd fyrsta stigs frávik er kyrrsetur loftfarið samstundis. Eigandinn svaraði strax öllum fyrsta stigs frávikum með greinargerð. FMS tók ekkert mark á greinargerð eiganda og ítrekaði frávikin og krafðist sannana. Skoðum aðeins nokkur fyrsta stigs frávik en önnur sem ekki eru nefnd eru svipuð þessum.
1. GPS flugtæki er um borð og tengt við rafkerfi loftfarsins. Í PartM reglum er skýr heimild fyrir að siglingatæki, flugtölvur og annar rafbúnaður og ísetning þurfi ekki að uppfylla vottunarkröfur gagnvart svifflugum og mótorsvifflugum. FMS hafnar þessum EASA reglum og krefst þess að búnaður sé fjarlægður.
2. Blettað yfir gamla málningaskemmd á væng og blettunin skráð í viðhaldsbækur. FMS hafnar skráningunni og krefst sönnunar á að blettun hafi verið heimild og farið fram samkvæmt gildandi viðhaldsreglum.
3. Ísetning á hleðsluvír með tengi ásamt öryggi við rafgeymi. Vírinn fylgdi loftfarinu við kaup 2003. Vírinn er staðlaður fyrir svifflugur og til að setja hleðslu á rafgeymi í gegnum lúgu. Eigandi telur að búnaðurinn falli undir sömu heimild og GPS tækið. FMS krefst þess að vírinn sé fjarlægður og skipt um rafgeymi. Eigandi skilur illa kröfu um rafgeyminn en grunar að FMS telji að búið sé að menga rafgeyminn með ólöglegu og óvottuðu rafmagni.
4. Lítill gúmmítappi, einn af fjórum er styður við litinn vatnskassa. Gúmmítappinn er staðlaður og keyptur í varahlutaverslun árið 2007 og settur í 2010. FMS krefst þess að keyptur verði strax nýr vottaður gúmmítappi.
Í reglugerð var lögleidd krafa um vottaða varahluti sem tók gildi 28. sept. 2009. Hinsvegar var í gildi reglugerð til 18. ágúst 2010 nr. 488/1997 sem heimilaði viðhald eftir gömlu reglunum. Fram að þeim tíma var ekki krafa um vottaða varahluti í svifflugur þrátt fyrir að FMS fullyrði annað. Þá eru undanþágur í reglum um vottaða varahluti gagnvart stöðluðum varahlutum.
Eins og sjá má hér að ofan er vinnulag FMS smásmugulegt og hefur ekkert með aukið flugöryggi að gera. Þvert í mót er framganga FMS sannarlega til þess að minnka flugöryggi samanber krafan um GPS tækið og hleðsluvírinn.
Þá fer FMS ekki eftir stjórnsýslulögum og vinnureglum EASA varðandi verklag sitt.
1. FMS er skylt að kynna og bjóða upp á kæruleið ef frávik er úrskurðað fyrsta stigs af FMS.
2. FMS bíður ekki upp á þá heimild sem gefin er í reglum EASA að færa frávik niður í annars stigs ef hafin er vinna við lokun fráviksins.
Að gránda loftför er stór ákvörðun sem þarf að byggjast á skýrum reglum. FMS neitar að upplýsa eða útskýra hvernig frávik er metið sem fyrsta stigs eða aðrar vinnureglur um kyrrsetningar og ACAM skoðanir. Eigandi loftfarsins telur að verklag FMS byggist aðallega á geðþóttaákvörðunum sem FMS getur ekki skýrt.
FMS sinnir ekki sjálfsagðri leiðbeiningarskyldu og vinnulag sem hefur verið viðhaft síðustu ár, er nú skyndilega hafnað í lögregluleikjum starfsmanna FMS.
Ísland og Ítalía virðist ganga harðast fram í offari gagnvart almannafluginu. Hin norðurlöndin eru t.d. ekki enn byrjuð að taka ACAM skoðanir á svifflugum og lítið sem ekkert á almannaloftförum.
Því varð ekki hjá því komist að eigandi loftfarsins, Svifflugfélag Íslands, sendi inn stjórnsýslukæru á vinnubrögð FMS, sjá meðf. viðhengi. Þá hefur félagið einnig kært höfnun FMS á upplýsingagjöf, sjá viðhengi.
Ef ekki verður breyting á þessum málum eru forsendur fyrir núverandi rekstri Svifflugfélagsins brostnar.
Vonandi geta hagsmunaaðilar og yfirvöld í framtíðinni unnið saman til eflingar flugsins, við eigum ekki að þurfa að vinna með þessum hætti.
Með góðri flugkveðju,
Kristján Sveinbjörnsson
Form. Svifflugfélagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2011 | 19:34
Skrefi nær að leysa verkefnið: nýja stjórnarskrá takk.
Almenningur hefur valið hópinn þó pólitískum fótum hafi verið brugðið fyrir framkvæmdina. Þrátt fyrir margar tilraunir þá hefur alþingismönnum ekki tekist að endurskoða stjórnarskrána vegna flokkshagsmuna, sú leið er því ófær. Hef trú á þessum hópi sem þjóðin kaus þó hinn umdeildi og hagsmunatengdi hæstiréttur reyndi að eyðileggja kosninguna.
Ósýnileg hagsmunatengsl liggja víða, það hljóta allir að sjá og finna.
Er tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn og Hæstiréttur reyna allt til að stöðva málið? Hverra hagsmuna eru þeir að gæta? Almennings?
Fær sama verkefni og þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2011 | 18:51
Góð röggsemi alþingismanna, loksins stjórnlagaþing
Almenningur hefur valið hópinn þó pólitískum fótum hafi verið brugðið
fyrir framkvæmdina. Þrátt
fyrir margar tilraunir þá hefur alþingismönnum ekki tekist að endurskoða
stjórnarskrána vegna flokkshagsmuna, sú leið er því ófær. Hef trú á
þessum hópi sem þjóðin
kaus þó hinn umdeildi og hagsmunatengdi hæstiréttur reyndi að eyðileggja
kosninguna.
Ósýnileg hagsmunatengsl liggja víða, það hljóta allir að sjá og finna.
Er tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn og Hæstiréttur reyna allt til
að stöðva málið? Hverra hagsmuna eru þeir að gæta? Almenngs?
Ekki kosið til stjórnlagaþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2010 | 21:19
Blá-skjár
Fyrir nokkrum árum þegar 2007 andinn sveif yfir vorri þjóð var fréttastofa Ruv gjarnan kallaður bláskjár vegna hlutdrægra og áróðursmiðaðra frétta. Bláskjár kom upp í huga minn við áhorf frétta Rúv nú í kvöld.
Merkilegasta frétt kvöldsins var birting WikiLeaks á leyniskjölum vegna Íranstríðsins en birting þessara skjala kemur illa við hernaðarbrölt Ameríkana og annarra þjóða en skjölin m.a. fletta ofan af meintum stríðsglæpum sem unnin eru í skjóli bandaríkjamanna.
Einn lykilmaðurinn í birtingu þessara skjala er íslenski fréttamaðurinn Kristinn Hrafnsson.
Ofannefnd frétt Rúv var aftarlega í fréttatímanum, hún sagði yfirborðslega frá málinu og passaði fréttastofa Rúv upp á að nefna ekki til sögunnar, einn okkar besta fréttamann hann Kristinn Hrafnsson, sem hefur unnið að birtingu þessara skjala.
Þessi hlutdræga frétt Rúv í stóru alþjóðlegu stríðs- og mannréttindamáli er fréttastofu Rúv til vansa.Í stríð við sannleikann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2010 | 20:24
Blá-skjár
Fyrir nokkrum árum þegar 2007 andinn sveif yfir vorri þjóð var fréttastofa Ruv gjarnan kallaður bláskjár vegna hlutdrægra og áróðursmiðaðra frétta. Bláskjár kom upp í huga minn við áhorf frétta Rúv nú í kvöld.
Merkilegasta frétt kvöldsins var birting WikiLeaks á leyniskjölum vegna Íranstríðsins en birting þessara skjala kemur illa við hernaðarbrölt Ameríkana og annarra þjóða en skjölin m.a. fletta ofan af meintum stríðsglæpum sem unnin eru í skjóli bandaríkjamanna.
Einn lykilmaðurinn í birtingu þessara skjala er íslenski fréttamaðurinn Kristinn Hrafnsson.
Ofannefnd frétt Rúv var aftarlega í fréttatímanum, hún sagði yfirborðslega frá málinu og passaði fréttastofa Rúv upp á að nefna ekki til sögunnar, einn okkar besta fréttamann hann Kristinn Hrafnsson, sem hefur unnið að birtingu þessara skjala.
Þessi hlutdræga frétt Rúv í stóru alþjóðlegu stríðs- og mannréttindamáli er fréttastofu Rúv til vansa.
Snýst um sannleikann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2010 | 23:21
Sorglegt ferli
Afleit fjárhagsstaða Álftaness er flestum kunn. Tekjur duga ekki fyrir rekstri sveitarfélagsins vegna mikils kostnaðar við fræðslumál en 30% íbúa er 15 ára og yngri á meðan sama hlutfall t.d. í Reykjavík er 20%
Eina lausnin fyrir íbúa er sameining sem allra fyrst við annað sveitarfélag. Bæjarstjórn heldur hinsvegar íbúum í gíslingu með tafa-leikfléttu sem gengur út á að reyna að þvinga Garðabæ til sameiningar gegn vilja þeirra.
Reykjavík hefur boðið upp á viðræður en það boð verið hundsað. Sjálfstæðismenn telja hag flokksmanna betur borgið með sameiningu við Garðabæ.
Nauðsynlegt er að sameiningarferlinu verði lokið fyrir 1. desember en auka skattálögur ársins miðast við þá dagsetningu.
Fjárhaldsstjórn Álftaness starfar lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.7.2010 kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2010 | 15:13
Sameiningarmál í pólitískri gíslingu?
Nær engin vinna eða skoðun hefur farið fram innan stjórnsýslu Álftaness til að finna út mismunandi kosti fyrirhugaðar sameiningar við næstu nágrannasveitarfélög. Fulltrúar bæjarstjórnar Álftaness hafa samt sem áður átt tvo óformlega fundi með fulltrúum bæjarstjórnar Garðabæjar. Fram hefur komið að bæjarfulltrúar Garðabæjar hafa engan vilja á að sameinast sveitarfélaginu Álftanesi og hafa óformlega hafnað sameiningarviðræðum að svo stöddu. Sjálfstæðismenn á Álftanesi vilja bara sameinast Garðabæ, líklega vegna flokkshagsmuna
Könnunin sem gerð var að frumkvæði sjálfstæðisflokksins þann 6. mars á meðal Álftnesinga um sameiningarkosti var meingölluð og hlutdræg. Henni var skellt á með sólahrings fyrirvara án formlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
Framsetning hennar var hlutdræg og íbúar fengu ekkert tækifæri á að kynna sér sjónarmið og kosti sem í boði voru enda vissu íbúar ekkert um þessa könnun fyrr en sólarhring áður en könnunin fór fram. Könnunin hafði því takmarkað gildi.
Það er grunur undirritaðs að nú sé meirihluti Álftnesinga hlynntari sameiningu við Reykjavík en sjálfstæðismenn í bæjarstjórn hafna viðræðum við Reykjavík.
Þá vil ég vekja athygli á að þrátt fyrir samningsbundið loforð sveitarfélagsins til ráðuneytis sveitarstjórnarmála frá því í s.l desember um að hefja sameiningarviðræður við annað sveitarfélag hefur bæjarstjórn hundsað samkomulagið og nær ekkert gert í þeim efnum.
Vegna slæmrar fjarhagsstöðu sveitarfélagsins og aukinna vanskila hefur ráðuneytið nú krafist þess að sveitarfélagið hefji þegar í stað sameiningaviðræður við annað sveitarfélag.
Sjálfstæðismenn sem nú stýra bæjarstjórn Álftaness ætla hinsvegar að leika á ráðuneytið og samþykkja nú formlegar viðræður við sveitarfélag sem hefur engan vilja til að sameinast Álftanesi.
Á meðan er íbúum haldið í ákveðinni gíslingu með skattaálögum og mikilli þjónustuskerðingu.
Þessi staða getur orðið til þess að ráðuneytið verður knúið að virkja 79. gr. sveitarstjórnarlaga og taka frumkvæðið í að leita samninga við það sveitarfélag sem tilbúið er að yfirtaka rekstur Álftaness.
Þannig sameining verður tæpast á forsendum íbúa sveitarfélagsins sem hafa þá ekkert með sameininguna að gera.
Óska eftir viðræðum við Garðabæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2010 | 10:32
Öfgakennd flokksblaðamennska -uppsögn blaðsins
Morgunblaðið sýnir Besta flokknum hroka og dónaskap með yfirlýsingunni "Undirbúa valdatöku" á forsíðu blaðsins í dag.
Með yfirlýsingu Morgunblaðsins er blaðið að gefa í skyn fjandsamlega valdatöku Besta flokksins.
Ritstjórn Morgunblaðsins hefur sýnt harða flokkslínu og haldið uppi áróðri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.
Ég sætti mig ekki við þessa hörðu og öfgafullu hagsmunaflokkslínu ritstjórnar Morgunblaðsins og segi upp áskrift blaðsins frá og með deginum í dag.
Ég votta almennum starfsmönnum blaðsins samúð mína með vinnubrögð ritstjórnar. Almenn blaðamennska Morgunblaðsins hefur undantekningalítið verið fagleg og staðið uppúr í samanburði við aðra fjölmiðla landsins.
Undirbúa valdatöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2010 | 21:37
Bæjarstjórnin ekki upplýst um málið.
Athyglisverð frétt. Ég sit í bæjarstjórn og hef engar upplýsingar um málið og hef ekki verið upplýstur um þessa stöðu.
Í gær átti að vera reglulegur bæjarstjórnarfundur og ýmis brýn mál á dagskrá en rétt fyrir upphaf fundar var honum frestað án nokkurs samstarfs. Gefin ástæða var að að skýrslur Ríkisendurskoðunar væru væntanlegar strax eftir helgi.
Þó upplýsti einn bæjarfulltrúi í gær að hann hefði upplýsingar um að skýrslan kæmi ekki fyrr en eftir kosningar.
Þess má geta að ekki er heimilt að fresta formlega boðuðum bæjarstjórnarfundi nema óviðráðanlegar ástæður hindri fund ss óveður. Þessi frestun bæjarstjórnarfundar er því ólögmæt.
Kristján Sveinbjörnsson
bæjarfulltrúi á Álftanesi
Skýrsla um Álftanes birt eftir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.5.2010 kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2010 | 12:18
Engin gjóska mælist í Rvk.
Mengunarmælingar hér í Reykjavík sýna enga gjóskumengun http://www.loft.rvk.is/
Getur verið að gjóska falli á litlum afmörkuðum svæðum en ekkert þar fyrir utan?
Virðist ótrúlegt.
Áfram öskufall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Dægurmál og skoðanaskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar