Öfgakennd flokksblaðamennska -uppsögn blaðsins

Morgunblaðið sýnir Besta flokknum hroka og dónaskap með yfirlýsingunni "Undirbúa valdatöku" á forsíðu blaðsins í dag.

Með yfirlýsingu Morgunblaðsins er blaðið að gefa í skyn fjandsamlega valdatöku Besta flokksins. 

Ritstjórn Morgunblaðsins hefur sýnt harða flokkslínu og haldið uppi áróðri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.

Ég sætti mig ekki við þessa hörðu og öfgafullu hagsmunaflokkslínu ritstjórnar Morgunblaðsins og segi upp áskrift blaðsins frá og með deginum í dag.

Ég votta almennum starfsmönnum blaðsins samúð mína með vinnubrögð ritstjórnar. Almenn blaðamennska Morgunblaðsins hefur undantekningalítið verið fagleg og staðið uppúr í samanburði við aðra fjölmiðla landsins. 

 

 

 


mbl.is Undirbúa valdatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þessa upplýstu ákvörðun.  Með sama áframhald verður mogginn að næsta DV (með pilsnerlestur).  Það er skítt, en miðað við ritstjórnarstefnuna er útkoman óhjákvæmileg.

Unnar (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 12:09

2 Smámynd: TómasHa

Í alvöru. Þetta kemur á óvart!!!

Þú hlýtur að hafa verið í sjokki þegar þú komst að þessu.

Mogginn undir ritstjórn Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formans Sjálfstæðisflokksins, að skrifa vel um Sjálfstæðisflokkinn.

Ég trúi þessu ekki.

TómasHa, 31.5.2010 kl. 12:32

3 identicon

Verra hefði það verið ef Morgunblaðið hefðu hælt Bestu flokknum. Það hefði getað ráðið niðurlögum hans.

Andrés Adolfsson (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 21:20

4 identicon

Mér fannst geggjuð hugmynd sem ég heyrði fyrir kosningar: Ef Davíð Oddsson eða Mogginn hefðu talað vel um Besta og jafnvel mælt með honum við lesendur sína þá hefði Besti ekki fengið svona mikið. Ég beið í ofvæni og var glöð þegar enginn svoleiðis stuðningur við Besta barst úr Hádegismóum.

Er Davíð hættur að fatta smjörklípurnar?

Rósa (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband