Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lögreglan utan laga, sjá blogg

Svifflugfélagiđ hefur í heilt ár barist fyrir á fá ađ flytja lausar kennslustofur sem félagiđ keypti á Sandskeiđ.
Vegagerđin, síđar Samgöngustofa hafa hinsvegar barist gegn flutningnum og bannađ hann.
Fyrir rúmri viku úrskurđađi loks Innanríkisráđuneytiđ međ hjálp Umbođsmanns Alţingis í kćrumáli Svifflugfélagsins og Samgöngustofu og komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ höfnun stofnunarinnar vćri brot á lögum og feldi úr gildi höfnun viđ flutningi á kennslustofunum. Málaástćđur Svifflugfélagsins voru ađ fullu teknar til greina, ađ starfsreglur lögreglu og Samgöngustofu um ađ sveitarfélag heimilađi flutning, stćđist ekki lög.
 
Nú hefur lögreglan ákveđiđ ađ styđja lögbrjótana hjá Samgöngustofu og heimilar ekki heldur umrćddan flutning á sömu forsendum og Samgöngustofa. Lögreglan telur sig međ ţessari ákvörđun hafin yfir lög landsins og hundsar um leiđ úrskurđ ráđuneytisins.
Lögreglan ítrekar ađeins ađ félagiđ geti bara kćrt ţessa ákvörđun.
Eitt af siđlausustu brotum yfirvalda er valdníđsla í krafti valdsins á hendur borgurunum. Viđhorf lögreglu til lögbrota á sviđi stjórnsýslu er óásćttanleg. Lögregla sem löggćslustofnun hikar ekki viđ ađ sniđganga lög landsins og virđist ţannig vilja sýna stuđning viđ ađra lögbrjóta međ gerđum sínum.
Á međan standa umrćddar kennslustofur hćttulegar börnum og hálf brunnar á skólalóđ Rimaskóla.
Innanríkisráđherra virđist eini ađilinn sem getur hnekkt lögleysu lögreglunnar.
 
Formađur

mbl.is Skođa virkara eftirlit međ lögreglu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Flugyfirvöld andvíg flugstarfsemi?

Spennandi og skemmtileg frétt fyrir okkur Íslendinga.

Hvernig má ţađ hinsvegar vera ađ á síđustu 4 árum hefur lofthćfum almannaloftförum fćkkađ um helming á Íslandi, einu Evrópulanda?

Jú Íslensk flugyfirvöld, ţađ er Flugmálastjórn og Innanríkisráđuneyti međ Ögmund  Innanríkisráđherra sem ćđsta mann, hófu áriđ 2010 krossferđ gegn almannaflugi og árangurinn er sá ađ svokölluđum EASA almannaloftförum, sem eru kennsluflugvélar, einkaflugvélar og svifflugur hefur fćkkađ um helming. Flugmálastjórn hóf skyndilega ađ kyrrsetja tugi loftfara og gerđi mönnum illmögulegt ađ halda loftförum flughćfum. 

Ef ţessi stefna yfirvalda heldur áfram mun almannaflug leggjast af og atvinnuflugiđ bíđa mikinn skađa ţar sem Ísland mun ţurfa ađ leita erlendis ađ flugmönnum ef ţá verđur eitthvert íslenskt flugfélag starfandi hér á landi.

 Ţađ er ţví verk ađ vinna fyrir nýjann Innanríkisráđherra ađ snúa ofan af sjálfseyđingarstefnu núverandi flugyfirvalda. 

 


mbl.is Aukin eftirspurn eftir flugmönnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enn pattstađa á Álftanesi


Eftir ađ Álftanes fór í greiđsluţrot haustiđ 2009 varđ flestum ljóst ađ ekki var ađ óbreyttu rekstrargrundvöllur fyrir rekstri sveitarfélagsins.

Fjárhaldsnefnd sem ráđherra skipađi fór í verulegan niđurskurđ á rekstri sveitarfélagsins sem nam yfir 100 millj.  á ári, um 8% af útgjöldunum. Skattar og álögur á íbúa voru einnig hćkkađir um svipađa upphćđ.

Ţá var fariđ í sameiningarviđrćđur viđ Garđabć en strax var ljóst ađ Garđabćr var ekki tilbúinn til sameiningar á ţeirri stundu.

Öll frambođ lofuđu íbúum Álftaness sameiningu strax eftir kosningar.  Eftir kosningar bauđ Reykjavík Álftnesingum ađ sameinast Reykjavík en ný bćjarstjórn Álftaness hafnađi ţeirra bođi og vildi ađeins viđrćđur viđ Garđabć.

Áfram var haldiđ ađ rćđa viđ Garđabć ţó engin sameining vćri á döfinni viđ Garđabć nema forsendur breyttust.

Nú liggja fyrir samningar sem fjárhaldsstjórnin hefur gert viđ stćrstu lánadrottna um afskriftir á um 30% skulda međ ţví skilyrđi ađ búiđ verđi ađ samţykkja sameiningu Álftanes viđ eitthvert sveitarfélag í almennri  kosningu fyrir 15. maí nćstkomandi.

Ţrátt fyrir ţessa samninga fjárhaldsstjórnar ćtlar bćjarstjórnin ekki ađ undirbúa sameiningakosningar fyrir 15. maí.  Öll bćjarstjórnin virđist vilja sitja áfram sem lengst.

 
Sú míta ađ bygging sundlaugarinnar hafi sett sveitarfélagiđ í ţrot er ćđi útbreidd en kolröng.  Álftanes hefur enn ekki greitt til byggingar sundlaugarinnar en fékk ţess í stađ yfir 300 millj. í reiđufé vegna sölu íţróttarhússins.  Ţannig frestađi sundlaugin fjarţroti Álftanes um eitt ár.

Ákvörđun sveitarfélagsins um mikla og hrađa uppbyggingu áriđ 2002 sem ákveđiđ og stýrt var af sjálfstćđismönnum gerđi sveitarfélagiđ gjörsamlega ósjálfbćrt.

Langstćrsti útgjaldaliđur allra sveitarfélaga er rekstur skóla, leikskóla og tómstundastarfsemi barna og unglinga.

Hlutfall grunnskólabarna miđađ viđ íbúafjölda sýnir okkur ađ Álftanes getur ekki veriđ sjálfbćrt ef bjóđa á íbúum sömu ţjónustu og er í bođi í nágrannasveitarfélögum.

Álftanes, grunnskólabörn 18,9% af íbúum

Reykjavík, grunnskólabörn 10,4% af íbúum

Garđabćr, grunnskólabörn 12,7% af íbúum

Rekstur kostnađasömustu málaflokkana á Álftanesi er ţannig yfir 80% stćrri en í Reykjavík og um 50 % stćrri en í Garđabć.

Ef Álftanes hefđi strax gengiđ til sameiningar viđ Reykjavík hefđu aukaálögur og niđurskurđur á ibúana ekki kostađ íbúa Álftanes 80 -150 milljónir á ári eđa ađ međaltali  30 til 60 ţúsund krónur á íbúa á ári. Ţađ er sú fórn sem íbúar leggja fram í ţeirri von bćjarstjórnar ađ sameinast síđar Garđabć.

Íbúar dćma um hvort sú fórn er ásćttanleg.

Kristján Sveinbjörnsson

Fv bćjarfulltrúi


mbl.is Íbúafundur fyrir lok mánađar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Flugmálastjórn sniđgengur stjórnsýslulög.

Flugmálastjórn sem íslensk stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun á í miklum erfiđleikum međ ađ fylgja stjórnsýslulögum.

Stofnunin fer nú offari í túlkun og framkvćmd nýrra evrópureglna, svokallađra Part-M reglna, um viđhald loftfara og hefur ekki getu til ađ rökstyđja nýjar íţyngjandi stjórnvaldsákvarđanir sem hún tekur.  

Stofnunin skýlir sig á bak viđ eigin ákvörđun, ađ leynd hvíli á stjórnsýslu stofnunarinnar og synjar um ađgang ađ umbeđnum gögnum.

Lögmađur Svifflugfélagsins telur ađ Flugmálastjórn hafi brotiđ á félaginu á eftirtöldum ákvćđum stjórnsýsluréttar:  lögmćtisreglu, međalhófsreglu, leiđbeiningarskyldu, jafnrćđisreglu og upplýsingaskyldu  ásamt fjölmörgm öđrum lagaákvćđum, sjá gögn međ fyrri fćrslu. http://flugmann.blog.is/blog/flugmann/entry/1205542/

 

Í vikunni rann út lögbundinn frestur Flugmálastjórnar á ađ rökstyđja íţyngjandi og smásmugulegar stjórnvaldsákvarđanir vegna úttektar á TF-SAA og framsettar óásćttanlegar kröfur vegna beiđni um ferjuflug.

Í 21. gr. stjórnsýslulaga segir skýrt,  “Beiđni um rökstuđning………skal stjórnvald svara henni  innan 14 daga frá ţví ađ hún barst.”

 

Nú eru liđnir 28 dagar frá fyrstu kröfu um rökstuđning og ţrátt fyrir ítrekanir hefur Flugmálastjórn ekki svarađ kröfunni en bregst viđ síđustu ítrekun međ ađ nefna ađ hún hafi jú rökstutt máliđ. 

 

Ekki verđur séđ ađ stjórnvaldsákvarđanir Flugmálastjórnar byggist á upplýstum og fyrirliggjandi rökum en margar ákvarđanir stofnunarinnar eru teknar af geđţótta sem erfitt hefur reynst fyrir stofnunina ađ rökstyđja.

 

Von okkar er ađ athugasemdir viđ óásćttanlega stjórnsýslu FMS verđi til ţess ađ stjórnvöld taki flugmálastjórnir annarra norđurlanda til fyrirmyndar og vinni međ almannafluginu ađ lausnum í stađ stríđsátaka, áđur en óbćtanlegt tjón verđur á íslenskri flugstarfsemi. Enn er ţví miđur ekki ađ finna vilja stjórnvalda til ađ breyta.

 

Lausnin felst ekki í orđum flugmálastjóra viđ hagsmunaađila, 

“Flugmálastjórn rćđur,  ef ţiđ eruđ ekki sátt,  ţá getiđ ţiđ kćrt.”

 

Lausnin felst í samstarfi yfirvalda og hagsmunaađila.


Um bloggiđ

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 0
  • Sl. viku: 0
  • Frá upphafi: 19

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 0
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband