Sameiningarmál í pólitískri gíslingu?

Vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Álftaness um að hefja formlegar viðræður við Garðabæ  um sameiningu vil ég koma eftirfarandi á framfæri.

Nær engin vinna eða skoðun hefur farið fram innan stjórnsýslu Álftaness til að finna út mismunandi kosti fyrirhugaðar sameiningar við næstu  nágrannasveitarfélög.  Fulltrúar bæjarstjórnar Álftaness hafa samt sem áður átt tvo óformlega fundi með fulltrúum bæjarstjórnar Garðabæjar. Fram hefur komið að bæjarfulltrúar Garðabæjar hafa engan vilja á að sameinast sveitarfélaginu Álftanesi og hafa óformlega hafnað sameiningarviðræðum að svo stöddu. Sjálfstæðismenn á Álftanesi vilja bara sameinast Garðabæ, líklega vegna flokkshagsmuna

Könnunin sem gerð var að frumkvæði sjálfstæðisflokksins þann 6. mars á meðal Álftnesinga um sameiningarkosti var meingölluð og hlutdræg. Henni var skellt á með sólahrings fyrirvara án formlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
Framsetning hennar var hlutdræg og íbúar fengu ekkert tækifæri á að kynna sér sjónarmið og kosti sem í boði voru enda vissu íbúar ekkert um þessa könnun fyrr en sólarhring áður en könnunin fór fram.   Könnunin hafði því takmarkað gildi.

Það er grunur undirritaðs að nú sé meirihluti Álftnesinga hlynntari sameiningu við Reykjavík en sjálfstæðismenn í bæjarstjórn hafna viðræðum við Reykjavík.

Þá vil ég vekja athygli á að þrátt fyrir samningsbundið loforð sveitarfélagsins til ráðuneytis sveitarstjórnarmála frá því í s.l desember um að hefja sameiningarviðræður við annað sveitarfélag hefur bæjarstjórn hundsað samkomulagið og nær ekkert gert í þeim efnum.

Vegna slæmrar fjarhagsstöðu sveitarfélagsins og aukinna vanskila hefur ráðuneytið nú krafist þess að sveitarfélagið hefji þegar í stað sameiningaviðræður við annað sveitarfélag.

Sjálfstæðismenn sem nú stýra bæjarstjórn Álftaness ætla hinsvegar að leika á ráðuneytið og samþykkja nú formlegar viðræður við sveitarfélag sem hefur engan vilja til að sameinast Álftanesi.
Á meðan er íbúum haldið í ákveðinni gíslingu með skattaálögum og mikilli þjónustuskerðingu.

Þessi staða getur orðið til þess að ráðuneytið verður knúið að virkja 79. gr.  sveitarstjórnarlaga og taka frumkvæðið í að leita samninga við það sveitarfélag sem tilbúið er að yfirtaka rekstur Álftaness.
Þannig sameining verður tæpast á forsendum íbúa sveitarfélagsins sem hafa þá ekkert með sameininguna að gera.


mbl.is Óska eftir viðræðum við Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband