Færsluflokkur: Dægurmál
11.4.2012 | 22:51
Vodafone netfangið bilað
Í gær kom í ljós að aðalnetfangið mitt hjá Vodafone hafði verið bilað í tæpan hálfan mánuð.
Ég gat sent út en engin póstur barst til baka.
Vodafone þjónustan svaraði að breytt hafi verið einhverjum netþjóni.
Þeir sögðust líta á þetta eftir nokkra daga og ég gæti ekki gert neinar kröfur því að netfangið væri ókeypis og því mætti viðgerðin afgangi.
Hef haft þetta netfang í bráðum 20 ár og borgað stórfé fyrir það sem og tölvutenginguna í gegnum tíðina.
Nú bíð ég eftir að geta sent tugum aðila póst, erlendum viðskiptaaðilum sem og ráðherrum, og sagt þeim að nú hafi Vodafone lagað netþjóninn og nú sé hægt að senda mér aftur gamla póstinn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2011 | 22:17
Flugmálastjórn sniðgengur stjórnsýslulög.
Flugmálastjórn sem íslensk stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun á í miklum erfiðleikum með að fylgja stjórnsýslulögum.
Stofnunin fer nú offari í túlkun og framkvæmd nýrra evrópureglna, svokallaðra Part-M reglna, um viðhald loftfara og hefur ekki getu til að rökstyðja nýjar íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir sem hún tekur.
Stofnunin skýlir sig á bak við eigin ákvörðun, að leynd hvíli á stjórnsýslu stofnunarinnar og synjar um aðgang að umbeðnum gögnum.
Lögmaður Svifflugfélagsins telur að Flugmálastjórn hafi brotið á félaginu á eftirtöldum ákvæðum stjórnsýsluréttar: lögmætisreglu, meðalhófsreglu, leiðbeiningarskyldu, jafnræðisreglu og upplýsingaskyldu ásamt fjölmörgm öðrum lagaákvæðum, sjá gögn með fyrri færslu. http://flugmann.blog.is/blog/flugmann/entry/1205542/
Í vikunni rann út lögbundinn frestur Flugmálastjórnar á að rökstyðja íþyngjandi og smásmugulegar stjórnvaldsákvarðanir vegna úttektar á TF-SAA og framsettar óásættanlegar kröfur vegna beiðni um ferjuflug.
Í 21. gr. stjórnsýslulaga segir skýrt, Beiðni um rökstuðning skal stjórnvald svara henni innan 14 daga frá því að hún barst.
Nú eru liðnir 28 dagar frá fyrstu kröfu um rökstuðning og þrátt fyrir ítrekanir hefur Flugmálastjórn ekki svarað kröfunni en bregst við síðustu ítrekun með að nefna að hún hafi jú rökstutt málið.
Ekki verður séð að stjórnvaldsákvarðanir Flugmálastjórnar byggist á upplýstum og fyrirliggjandi rökum en margar ákvarðanir stofnunarinnar eru teknar af geðþótta sem erfitt hefur reynst fyrir stofnunina að rökstyðja.
Von okkar er að athugasemdir við óásættanlega stjórnsýslu FMS verði til þess að stjórnvöld taki flugmálastjórnir annarra norðurlanda til fyrirmyndar og vinni með almannafluginu að lausnum í stað stríðsátaka, áður en óbætanlegt tjón verður á íslenskri flugstarfsemi. Enn er því miður ekki að finna vilja stjórnvalda til að breyta.
Lausnin felst ekki í orðum flugmálastjóra við hagsmunaaðila,
Flugmálastjórn ræður, ef þið eruð ekki sátt, þá getið þið kært.
Lausnin felst í samstarfi yfirvalda og hagsmunaaðila.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Dægurmál og skoðanaskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar