Flugmálastjórn sniđgengur stjórnsýslulög.

Flugmálastjórn sem íslensk stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun á í miklum erfiđleikum međ ađ fylgja stjórnsýslulögum.

Stofnunin fer nú offari í túlkun og framkvćmd nýrra evrópureglna, svokallađra Part-M reglna, um viđhald loftfara og hefur ekki getu til ađ rökstyđja nýjar íţyngjandi stjórnvaldsákvarđanir sem hún tekur.  

Stofnunin skýlir sig á bak viđ eigin ákvörđun, ađ leynd hvíli á stjórnsýslu stofnunarinnar og synjar um ađgang ađ umbeđnum gögnum.

Lögmađur Svifflugfélagsins telur ađ Flugmálastjórn hafi brotiđ á félaginu á eftirtöldum ákvćđum stjórnsýsluréttar:  lögmćtisreglu, međalhófsreglu, leiđbeiningarskyldu, jafnrćđisreglu og upplýsingaskyldu  ásamt fjölmörgm öđrum lagaákvćđum, sjá gögn međ fyrri fćrslu. http://flugmann.blog.is/blog/flugmann/entry/1205542/

 

Í vikunni rann út lögbundinn frestur Flugmálastjórnar á ađ rökstyđja íţyngjandi og smásmugulegar stjórnvaldsákvarđanir vegna úttektar á TF-SAA og framsettar óásćttanlegar kröfur vegna beiđni um ferjuflug.

Í 21. gr. stjórnsýslulaga segir skýrt,  “Beiđni um rökstuđning………skal stjórnvald svara henni  innan 14 daga frá ţví ađ hún barst.”

 

Nú eru liđnir 28 dagar frá fyrstu kröfu um rökstuđning og ţrátt fyrir ítrekanir hefur Flugmálastjórn ekki svarađ kröfunni en bregst viđ síđustu ítrekun međ ađ nefna ađ hún hafi jú rökstutt máliđ. 

 

Ekki verđur séđ ađ stjórnvaldsákvarđanir Flugmálastjórnar byggist á upplýstum og fyrirliggjandi rökum en margar ákvarđanir stofnunarinnar eru teknar af geđţótta sem erfitt hefur reynst fyrir stofnunina ađ rökstyđja.

 

Von okkar er ađ athugasemdir viđ óásćttanlega stjórnsýslu FMS verđi til ţess ađ stjórnvöld taki flugmálastjórnir annarra norđurlanda til fyrirmyndar og vinni međ almannafluginu ađ lausnum í stađ stríđsátaka, áđur en óbćtanlegt tjón verđur á íslenskri flugstarfsemi. Enn er ţví miđur ekki ađ finna vilja stjórnvalda til ađ breyta.

 

Lausnin felst ekki í orđum flugmálastjóra viđ hagsmunaađila, 

“Flugmálastjórn rćđur,  ef ţiđ eruđ ekki sátt,  ţá getiđ ţiđ kćrt.”

 

Lausnin felst í samstarfi yfirvalda og hagsmunaađila.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

@font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0in 0in 10pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }p { margin: 0in 0in 0.0001pt; font-size: 10pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }

Viđ stofnun Svifflugfélagsins fyrir 75 árum tókst ađ koma fótum undir flugstarfsemi hér á Íslandi.

Hlutverk Svifflugfélagsins var m.a. ađ upplýsa almenningu um flug en ţá voru einnig til úrtölumenn sem töldu fluginu allt til foráttu, ţeir urđu sem betur fer undir.

Nú virđist sem úrtölumennirnir hafi endurfćđst og lent jú hvar? sem starfsmenn Flugmálastjórnar.

Ţessir úrtölumenn reyna nú hvađ ţeir geta ađ stöđva íslenska flugstarfsemi.

Nú er ţađ aftur hlutverk Svifflugfélagsins ađ upplýsa almenning og tryggja ađ íslensk flugstarfsemi fái ađ ţróast án atbeina úrtölumanna.

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 25.11.2011 kl. 23:18

2 Smámynd: Erlingur Alfređ Jónsson

Ég heyrđi í dag af nýju verklagi FMS viđ međferđ frávika flugrekenda, sem er á ţá leiđ ađ í stađ 30 daga frests áđur til framlagningar tillögu ađ lokun og 60 daga frests til ađ framkvćma lokunina sjálfa sé nú búiđ ađ snúa ţessu viđ.  Nú sé 60 daga frestur til ađ koma međ tillöguna en 30 dagar til ađ framkvćma lokunina.  Ţessa breytingu á verklagi ţótti FMS víst ekki ástćđa til ađ kynna flugrekendum sérstaklega.

FMS fer iđulega ansi langt í ađ teygja frasann "acceptable to the authority".  

Ţeir eru skrýtnir vegir Péturs K. Maack og hans manna. 

Erlingur Alfređ Jónsson, 25.11.2011 kl. 23:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 0
  • Sl. viku: 0
  • Frá upphafi: 19

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 0
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband