Framkvæmdastjóri og/eða bæjarstjóri?

Aftur og aftur lenda sveitarstjórnir í ógöngum vegna kerfis sem gengur ekki alltaf upp.

Því er fróðlegt að bera saman bæjarstjórnarkerfi okkar og annarra nágrannalanda. 

Bæjarstjórnarkerfið sem við notumst við er orðið mjög gamalt og virðist löngu gengið sér til húðar. Hin norðurlöndin eru með annað kerfi, svipað á milli landa og virðist mun skilvirkara og faglegra en okkar.

Kerfi sem norðurlöndin nota ha­fa öflugan framkvæmdastjóra, sem hefur gjarnan sérstaka menntun fyrir starfið, er ekki tengdur pólitíkinni og kemur gjarnan annarstaðar frá og býr jafnvel utan sveitarfélagsins. Hann stýrir daglegum rekstri sveitarfélagsins og gætir að faglega þættinum.

Þá er bæjarstjórnin mun fjölmennari á hinum norðurlöndunum, gjarnan 31 til 65 manns og kemur hún saman u.þ.b. 10 sinnum á ári. 

Bæjarstjórnin kýs úr sínum röðum bæjarstjóra (borgmester) er kemur fram sem pólitískur leiðtogi bæjarstjórnarinnar og stýrir hann bæði bæjarstjórnar- og bæjarráðsfundum. 

Almennur bæjarfulltrúi fær frekar lítilð greitt fyrir setu í bæjarstjórn.  Bæjarráðsmenn sem eru gjarnan 7 til 11 hafa mun stærra hlutverk og eru hærra launaðir. Þeir eru í hlutastarfi og jafnvel í fullu starfi í stærri sveitarfélögum.

Með öflugan og vel menntaðan framkvæmdastjóra er meiri líkindi á góðri og markvissri stjórn sveitarfélagsins. Þá er mun meira mannaval til bæjarstjóra í fjölmennri bæjarstjórn en hann kemur ávallt úr röðum bæjarfulltrúa. Í fjölmennri bæjarstjórn er mun minni hætta á að einhver "einn" hafi oddaaðstöðu sem þurfi jafnvel að kaupa með einhverjum hætti eins og við þekkjum svo vel. 

Ekki er annað að heyra á sveitarstjórnarmönnum og framkvæmdastjórum hinna norðurlandana, að þeir líki þetta kerfi og telji það gott og skilvirt.

 

 

 


mbl.is Guðríður yrði bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Þetta er rétt, kerfi eins og þú lýsir ætti að virka betur. Það er þó ekkert sem kemur í veg fyrir að í grunninn verði þetta tekið upp hérna og hefur verið prófað að einhverju leyti í sumum bæjarfélögum, gekk ekki upp í Kópavogi, er nú reynt í Vogunum og gengur (ennþá?) vel. Hins vegar þyrfti lagabreytingar til að breyta fyrirkomulaginu í kjörnu bæjarstjórnunum (fjöldi fulltrúa, launakjör, verkaskipting), kannski einmitt þar (á hinu hagsmunabundna Alþingi) mundum við mæta alvarlegustu fyrirstöðunni?

Þórhallur Birgir Jósepsson, 2.2.2012 kl. 09:25

2 Smámynd: corvus corax

Sveitarstjórnir ættu að sjálfsögðu að ráða fagmann í stól framkvæmdastjóra sveitarfélaga, þ.e. bæjarstjórastólinn. Þessi landlægi ósiður að misvitlausir pólitíkusar troði sér í sveitarstjórastól hefur alltaf slæmar afleiðingar þar sem engin dæmi eru um að pólitískir foringjar meirihluta hafi nokkru sinni haft greind eða getu til að gegna slíkum störfum.

corvus corax, 2.2.2012 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband