Flugmálastjórn sniðgengur stjórnsýslulög.

Flugmálastjórn sem íslensk stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun á í miklum erfiðleikum með að fylgja stjórnsýslulögum.

Stofnunin fer nú offari í túlkun og framkvæmd nýrra evrópureglna, svokallaðra Part-M reglna, um viðhald loftfara og hefur ekki getu til að rökstyðja nýjar íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir sem hún tekur.  

Stofnunin skýlir sig á bak við eigin ákvörðun, að leynd hvíli á stjórnsýslu stofnunarinnar og synjar um aðgang að umbeðnum gögnum.

Lögmaður Svifflugfélagsins telur að Flugmálastjórn hafi brotið á félaginu á eftirtöldum ákvæðum stjórnsýsluréttar:  lögmætisreglu, meðalhófsreglu, leiðbeiningarskyldu, jafnræðisreglu og upplýsingaskyldu  ásamt fjölmörgm öðrum lagaákvæðum, sjá gögn með fyrri færslu. http://flugmann.blog.is/blog/flugmann/entry/1205542/

 

Í vikunni rann út lögbundinn frestur Flugmálastjórnar á að rökstyðja íþyngjandi og smásmugulegar stjórnvaldsákvarðanir vegna úttektar á TF-SAA og framsettar óásættanlegar kröfur vegna beiðni um ferjuflug.

Í 21. gr. stjórnsýslulaga segir skýrt,  “Beiðni um rökstuðning………skal stjórnvald svara henni  innan 14 daga frá því að hún barst.”

 

Nú eru liðnir 28 dagar frá fyrstu kröfu um rökstuðning og þrátt fyrir ítrekanir hefur Flugmálastjórn ekki svarað kröfunni en bregst við síðustu ítrekun með að nefna að hún hafi jú rökstutt málið. 

 

Ekki verður séð að stjórnvaldsákvarðanir Flugmálastjórnar byggist á upplýstum og fyrirliggjandi rökum en margar ákvarðanir stofnunarinnar eru teknar af geðþótta sem erfitt hefur reynst fyrir stofnunina að rökstyðja.

 

Von okkar er að athugasemdir við óásættanlega stjórnsýslu FMS verði til þess að stjórnvöld taki flugmálastjórnir annarra norðurlanda til fyrirmyndar og vinni með almannafluginu að lausnum í stað stríðsátaka, áður en óbætanlegt tjón verður á íslenskri flugstarfsemi. Enn er því miður ekki að finna vilja stjórnvalda til að breyta.

 

Lausnin felst ekki í orðum flugmálastjóra við hagsmunaaðila, 

“Flugmálastjórn ræður,  ef þið eruð ekki sátt,  þá getið þið kært.”

 

Lausnin felst í samstarfi yfirvalda og hagsmunaaðila.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

@font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0in 0in 10pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }p { margin: 0in 0in 0.0001pt; font-size: 10pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }

Við stofnun Svifflugfélagsins fyrir 75 árum tókst að koma fótum undir flugstarfsemi hér á Íslandi.

Hlutverk Svifflugfélagsins var m.a. að upplýsa almenningu um flug en þá voru einnig til úrtölumenn sem töldu fluginu allt til foráttu, þeir urðu sem betur fer undir.

Nú virðist sem úrtölumennirnir hafi endurfæðst og lent jú hvar? sem starfsmenn Flugmálastjórnar.

Þessir úrtölumenn reyna nú hvað þeir geta að stöðva íslenska flugstarfsemi.

Nú er það aftur hlutverk Svifflugfélagsins að upplýsa almenning og tryggja að íslensk flugstarfsemi fái að þróast án atbeina úrtölumanna.

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 25.11.2011 kl. 23:18

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég heyrði í dag af nýju verklagi FMS við meðferð frávika flugrekenda, sem er á þá leið að í stað 30 daga frests áður til framlagningar tillögu að lokun og 60 daga frests til að framkvæma lokunina sjálfa sé nú búið að snúa þessu við.  Nú sé 60 daga frestur til að koma með tillöguna en 30 dagar til að framkvæma lokunina.  Þessa breytingu á verklagi þótti FMS víst ekki ástæða til að kynna flugrekendum sérstaklega.

FMS fer iðulega ansi langt í að teygja frasann "acceptable to the authority".  

Þeir eru skrýtnir vegir Péturs K. Maack og hans manna. 

Erlingur Alfreð Jónsson, 25.11.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband