Mælingar sýna að gosið er enn að vaxa eða hvað?

Þessi frétt er á skjön við óróamælingar frá veðugodrstofunni http://hraun.vedur.is/ja/oroi/god.gif og einnig óróasíðunum http://hraun.vedur.is/ja/Katla2009/gosplott.html og  http://hraun.vedur.is/ja/Katla2009/stodvaplott.html

Samkvæmt þessum síðum er titringur að aukast þannig að gosið er enn að vaxa. 

Gott væri að fá komment frá sérfræðinum um þessi atriði

 


mbl.is Dregur úr gosvirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég myndi túlka þetta þannig. Reyndar finnst mér vanta betri útskýringar með óróagröfunum á vedur.is.

Gott ef einhver fróður getur upplýst okkur um málið.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 23:18

2 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Í viðtalinu með fréttinni sem er á ensku kemur ekkert fram um að gosið sé í renun. Aðeins kemur fram að strókurinn hafi lækkað og gjóska ekki fallið niður í byggð. Því virðist þessi afstaða vera túlkun fréttamannsins sem heldur að lækkun stróksins þýði minna gos. Lækkun stróksins getur hinsvegar verið af allt öðrum ástæðum ss aukningu á vindi. 

Gosið er líklega enn að aukast samkvæmt óróamælum veðurstofunnar.

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 18.4.2010 kl. 23:30

3 identicon

Óróinn mælir titring í jörðinni en ekki magn gufu sem rýkur upp úr eldfjallinu. Vindur hefur sjálfsagt áhrif á hversu hátt mökkurinn fer en aðgengi sprungunnar að ís og vatni hefur eflaust mikil áhrif líka. Í einhverri frétt las ég að það er vatnsstreymni úr katlinum. Slíkt vatnsstreymi hefur sjálfsagt áhrif aðgengi kvikunnar að vatni. 

Athugið að vatnsgufa er margfalt fyrirferðarmeiri en vatn á fljótandi formi eða ís. Við eldsnögg fasaskipti vatns yfir í gufu verður sprenging sem þeytir gosefnum upp í loftið. 

gunnar (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband