18.4.2010 | 21:13
Mælingar sýna að gosið er enn að vaxa eða hvað?
Þessi frétt er á skjön við óróamælingar frá veðurstofunni http://hraun.vedur.is/ja/oroi/god.gif og einnig óróasíðunum http://hraun.vedur.is/ja/Katla2009/gosplott.html og http://hraun.vedur.is/ja/Katla2009/stodvaplott.html
Samkvæmt þessum síðum er titringur að aukast þannig að gosið er enn að vaxa.
Gott væri að fá komment frá sérfræðinum um þessi atriði
Dregur úr gosvirkni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Dægurmál og skoðanaskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég myndi túlka þetta þannig. Reyndar finnst mér vanta betri útskýringar með óróagröfunum á vedur.is.
Gott ef einhver fróður getur upplýst okkur um málið.
Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 23:18
Í viðtalinu með fréttinni sem er á ensku kemur ekkert fram um að gosið sé í renun. Aðeins kemur fram að strókurinn hafi lækkað og gjóska ekki fallið niður í byggð. Því virðist þessi afstaða vera túlkun fréttamannsins sem heldur að lækkun stróksins þýði minna gos. Lækkun stróksins getur hinsvegar verið af allt öðrum ástæðum ss aukningu á vindi.
Gosið er líklega enn að aukast samkvæmt óróamælum veðurstofunnar.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 18.4.2010 kl. 23:30
Óróinn mælir titring í jörðinni en ekki magn gufu sem rýkur upp úr eldfjallinu. Vindur hefur sjálfsagt áhrif á hversu hátt mökkurinn fer en aðgengi sprungunnar að ís og vatni hefur eflaust mikil áhrif líka. Í einhverri frétt las ég að það er vatnsstreymni úr katlinum. Slíkt vatnsstreymi hefur sjálfsagt áhrif aðgengi kvikunnar að vatni.
Athugið að vatnsgufa er margfalt fyrirferðarmeiri en vatn á fljótandi formi eða ís. Við eldsnögg fasaskipti vatns yfir í gufu verður sprenging sem þeytir gosefnum upp í loftið.
gunnar (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.