Vanþekking blönduð móðursýki og öðru rugli

Hér er mikil miskilningur á ferð. Gosaska hefur engin áhrif á sprengihreyfla eins og eru í bifreiðum og minni flugvélum. Sáum í gær myndir í sjónvarpinu af bifreiðum aka um öskuborna vegi án vandræða.

Hér áður fyrr flugu ýmsir þvert í gegnum öskustróka og skemmdu þá oftast framrúður flugvélanna og einu skemmdirnar voru framrúður sem urðu mattar.

Af myndum að flugslysinu að dæma var þarna lítil flugvél á ferð og aska getur ekki hafa grandað henni.

Í þessari frétt er mikil vanþekking á ferð blönduð móðursýki og öðru rugli.

 


mbl.is Flugvél fórst á Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.
Ég held að mesta þekkingaleysið varðandi umfjöllun um þessa frétt komi frá þér!

Það er ekkert til sem heitir sprengihreyfill! Það verður ekki sprenging í vélinni heldur bruni. Þar af leiðandi heitir þetta brunavél!!!

Og í bílvélum er miklu þéttari loftsía heldur en í minni flugvélum þar sem loftið er allajafna mun hreinna en það sem bílvélar draga að sér!
En pointið er það að svona öskufall sem kemur út eins og þjappanlegur sandur, getur stíflað síur mjög hratt eða dregið verulega úr loftflæði.
Og ekki stopparu, hleypur út og skiptir um síu? Heldur kannski svo áfram eins og ekkert hafi í skorist?
Nei, þetta virkar bara ekki þannig. Þessi aska og þó það séu ekki nema bara leifar af henni, er stórhættuleg flestum loftförum. Td. í þotuhreyflum getur askan bráðnað og sest á spaðana og við það getur komið óballansering í hreyfilinn og spaðar brotnað eða jafnvel hreyfillinn liðast í sundur. Dæmi er um að þeir hafi sprungið.

Það er ekkert verið að grínast með þetta að askan sé stórhættuleg. En hvar eru hættusvæði....það er nú annað ágreiningsefni:)

Kveðja,
Haukur

Haukur þór...nemi í véltækniskólanum. (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 13:47

2 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Þessi tegund mótors er ávallt kallaður sprengihreyfill samanber orðabækur. "aflvél sem er knúin með því að sprenging verður í bensíni, olíu e.þ.h." (Haukur, lesa betur)

Hér áður fyrr voru sumar flugvélar með litlar sem engar loftsíur en nú eru þær flestar með loftsíur svipaðar og í bifreiðum.

Ekki er vitað til að gosaska hafi skemmt eða stöðvað sprengi-flugvélamótor en þannig flugvélum hefur oft verið flogið inn í gosbólstra.

Í þotuhreyflum brjáðnar gosaskan og verður af glerjungi í brunahólfinu og fer þannig að trufla eldsneytisflæðið inn í mótorana.

Ef  þotumótor stöðvast á flugi er mér sagt að ekki sé hægt að ræsa þá að nýju ofan við  17  þúsund fetin.

Eftir það renna þeir í gang svo framalega þeir hafi eldsneyti.

Þotumótor brennir nær öllu eldsneyti, jafnvel bensíni sem jurtaolíu.

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 18.4.2010 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband