Færsluflokkur: Samgöngur
30.8.2015 | 23:10
Hvað er spilling og spilltur þingmaður?
Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Brynjar Níelsson, sver af sér spillingu frændhygli, sérhagsmunagæslu og þaðan af verra, eins og hann segir.
Sami þingmaður hafnar að ræða við þá aðila sem kvarta yfir alvarlegri rökstuddri valdnýðslu og spillingu stjórnsýslunnar og hafnar að gefa viðkomandi kost á að fá fund með þingnefndinni.
Spilling er talin hyglandi verknaður sem er sérstaklega gerður til hagsbóta fyrir hann sjálfan eða aðra tengda honum.
Má líta svo á að sitjandi þingmaður sem situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og hylmir með ofangreindum hætti yfir rökstuddri og alvarlegri valdnýðslu og spillingu stjórnsýslunnar geti flokkast sem spilltur þingmaður?
Er umræddur þingmaður spilltur?
.
Rótlausir kennitöluflakkarar í pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2014 | 10:29
Lögreglan fer ekki að lögum
Hér fara rök lögreglu eftir að ráðuneytið úrskurðaði að lög heimiluðu ekki synjun flutnings vegna vöntunar á leyfi skipulagsyfirvalda.
"Í ljósi ofangreinds, þess að leyfi byggingafulltrúa liggur ekki fyrir og þar með sjónarmiða um umferðaröryggi með vísan til þeirrar auknu hættu og óhagræðis sem skapast þurfi að flytja hús ítrekað um vegakerfið þar sem heimild fyrir niðursetningu liggur ekki fyrir, þá hafnar lögreglan þessari beiðni."
Hinsvegar fekkst leyfi lögreglu að flytja stofurnar til Hafnarfjarðar og þá var ekið með þær um Sandskeið á leið til Hafnarfjarðar. Ekið var yfir 50 kílómetra til Hafnarfjarðar en aðeins 18 kílómetrar eru upp á Sandskeið.
Lögreglan hundsar úrskurð ráðuneytis og fer ekki að lögum.
Hér er á ferð augljós valdnýðsla og valdhroki lögreglu með misnotkun á umferðaröryggi.
Ráðherra eða ráðuneytið grípur ekki í taumana þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um en svo virðist sem ráðuneytið sé stjórnlaust og lamað þessa daganna.
Standa í stríði um skólastofur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2014 | 09:34
Lögreglan utan laga, sjá blogg
Skoða virkara eftirlit með lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.2.2013 | 00:02
Flugyfirvöld andvíg flugstarfsemi?
Spennandi og skemmtileg frétt fyrir okkur Íslendinga.
Hvernig má það hinsvegar vera að á síðustu 4 árum hefur lofthæfum almannaloftförum fækkað um helming á Íslandi, einu Evrópulanda?
Jú Íslensk flugyfirvöld, það er Flugmálastjórn og Innanríkisráðuneyti með Ögmund Innanríkisráðherra sem æðsta mann, hófu árið 2010 krossferð gegn almannaflugi og árangurinn er sá að svokölluðum EASA almannaloftförum, sem eru kennsluflugvélar, einkaflugvélar og svifflugur hefur fækkað um helming. Flugmálastjórn hóf skyndilega að kyrrsetja tugi loftfara og gerði mönnum illmögulegt að halda loftförum flughæfum.
Ef þessi stefna yfirvalda heldur áfram mun almannaflug leggjast af og atvinnuflugið bíða mikinn skaða þar sem Ísland mun þurfa að leita erlendis að flugmönnum ef þá verður eitthvert íslenskt flugfélag starfandi hér á landi.
Það er því verk að vinna fyrir nýjann Innanríkisráðherra að snúa ofan af sjálfseyðingarstefnu núverandi flugyfirvalda.
Aukin eftirspurn eftir flugmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 25.2.2013 kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.10.2012 | 09:48
JÁ við nýrri stjórnarskrá okkar.
JÁ það er heiður að fá að kjósa um nýja stjórnarskrá sem fólkið í landinu vann og samdi.
JÁ það er heiður að taka þátt í að setja lýðveldinu nýja stjórnarskrá.
JÁ það er heiður að fá að hjálpa til við að ljúka gerð nýrrar stjórnarskrár með að segja JÁ við fyrstu spurningunni.
Kosning hafin - talningin tímafrek | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2012 | 00:35
Framkvæmdastjóri og/eða bæjarstjóri?
Aftur og aftur lenda sveitarstjórnir í ógöngum vegna kerfis sem gengur ekki alltaf upp.
Því er fróðlegt að bera saman bæjarstjórnarkerfi okkar og annarra nágrannalanda.
Bæjarstjórnarkerfið sem við notumst við er orðið mjög gamalt og virðist löngu gengið sér til húðar. Hin norðurlöndin eru með annað kerfi, svipað á milli landa og virðist mun skilvirkara og faglegra en okkar.
Kerfi sem norðurlöndin nota hafa öflugan framkvæmdastjóra, sem hefur gjarnan sérstaka menntun fyrir starfið, er ekki tengdur pólitíkinni og kemur gjarnan annarstaðar frá og býr jafnvel utan sveitarfélagsins. Hann stýrir daglegum rekstri sveitarfélagsins og gætir að faglega þættinum.
Þá er bæjarstjórnin mun fjölmennari á hinum norðurlöndunum, gjarnan 31 til 65 manns og kemur hún saman u.þ.b. 10 sinnum á ári.
Bæjarstjórnin kýs úr sínum röðum bæjarstjóra (borgmester) er kemur fram sem pólitískur leiðtogi bæjarstjórnarinnar og stýrir hann bæði bæjarstjórnar- og bæjarráðsfundum.
Almennur bæjarfulltrúi fær frekar lítilð greitt fyrir setu í bæjarstjórn. Bæjarráðsmenn sem eru gjarnan 7 til 11 hafa mun stærra hlutverk og eru hærra launaðir. Þeir eru í hlutastarfi og jafnvel í fullu starfi í stærri sveitarfélögum.
Með öflugan og vel menntaðan framkvæmdastjóra er meiri líkindi á góðri og markvissri stjórn sveitarfélagsins. Þá er mun meira mannaval til bæjarstjóra í fjölmennri bæjarstjórn en hann kemur ávallt úr röðum bæjarfulltrúa. Í fjölmennri bæjarstjórn er mun minni hætta á að einhver "einn" hafi oddaaðstöðu sem þurfi jafnvel að kaupa með einhverjum hætti eins og við þekkjum svo vel.
Ekki er annað að heyra á sveitarstjórnarmönnum og framkvæmdastjórum hinna norðurlandana, að þeir líki þetta kerfi og telji það gott og skilvirt.
Guðríður yrði bæjarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2011 | 22:17
Flugmálastjórn sniðgengur stjórnsýslulög.
Flugmálastjórn sem íslensk stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun á í miklum erfiðleikum með að fylgja stjórnsýslulögum.
Stofnunin fer nú offari í túlkun og framkvæmd nýrra evrópureglna, svokallaðra Part-M reglna, um viðhald loftfara og hefur ekki getu til að rökstyðja nýjar íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir sem hún tekur.
Stofnunin skýlir sig á bak við eigin ákvörðun, að leynd hvíli á stjórnsýslu stofnunarinnar og synjar um aðgang að umbeðnum gögnum.
Lögmaður Svifflugfélagsins telur að Flugmálastjórn hafi brotið á félaginu á eftirtöldum ákvæðum stjórnsýsluréttar: lögmætisreglu, meðalhófsreglu, leiðbeiningarskyldu, jafnræðisreglu og upplýsingaskyldu ásamt fjölmörgm öðrum lagaákvæðum, sjá gögn með fyrri færslu. http://flugmann.blog.is/blog/flugmann/entry/1205542/
Í vikunni rann út lögbundinn frestur Flugmálastjórnar á að rökstyðja íþyngjandi og smásmugulegar stjórnvaldsákvarðanir vegna úttektar á TF-SAA og framsettar óásættanlegar kröfur vegna beiðni um ferjuflug.
Í 21. gr. stjórnsýslulaga segir skýrt, Beiðni um rökstuðning skal stjórnvald svara henni innan 14 daga frá því að hún barst.
Nú eru liðnir 28 dagar frá fyrstu kröfu um rökstuðning og þrátt fyrir ítrekanir hefur Flugmálastjórn ekki svarað kröfunni en bregst við síðustu ítrekun með að nefna að hún hafi jú rökstutt málið.
Ekki verður séð að stjórnvaldsákvarðanir Flugmálastjórnar byggist á upplýstum og fyrirliggjandi rökum en margar ákvarðanir stofnunarinnar eru teknar af geðþótta sem erfitt hefur reynst fyrir stofnunina að rökstyðja.
Von okkar er að athugasemdir við óásættanlega stjórnsýslu FMS verði til þess að stjórnvöld taki flugmálastjórnir annarra norðurlanda til fyrirmyndar og vinni með almannafluginu að lausnum í stað stríðsátaka, áður en óbætanlegt tjón verður á íslenskri flugstarfsemi. Enn er því miður ekki að finna vilja stjórnvalda til að breyta.
Lausnin felst ekki í orðum flugmálastjóra við hagsmunaaðila,
Flugmálastjórn ræður, ef þið eruð ekki sátt, þá getið þið kært.
Lausnin felst í samstarfi yfirvalda og hagsmunaaðila.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Dægurmál og skoðanaskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar