Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.6.2014 | 09:34
Lögreglan utan laga, sjá blogg
Skoða virkara eftirlit með lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.2.2013 | 00:02
Flugyfirvöld andvíg flugstarfsemi?
Spennandi og skemmtileg frétt fyrir okkur Íslendinga.
Hvernig má það hinsvegar vera að á síðustu 4 árum hefur lofthæfum almannaloftförum fækkað um helming á Íslandi, einu Evrópulanda?
Jú Íslensk flugyfirvöld, það er Flugmálastjórn og Innanríkisráðuneyti með Ögmund Innanríkisráðherra sem æðsta mann, hófu árið 2010 krossferð gegn almannaflugi og árangurinn er sá að svokölluðum EASA almannaloftförum, sem eru kennsluflugvélar, einkaflugvélar og svifflugur hefur fækkað um helming. Flugmálastjórn hóf skyndilega að kyrrsetja tugi loftfara og gerði mönnum illmögulegt að halda loftförum flughæfum.
Ef þessi stefna yfirvalda heldur áfram mun almannaflug leggjast af og atvinnuflugið bíða mikinn skaða þar sem Ísland mun þurfa að leita erlendis að flugmönnum ef þá verður eitthvert íslenskt flugfélag starfandi hér á landi.
Það er því verk að vinna fyrir nýjann Innanríkisráðherra að snúa ofan af sjálfseyðingarstefnu núverandi flugyfirvalda.
Aukin eftirspurn eftir flugmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.2.2013 kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.4.2012 | 22:10
Enn pattstaða á Álftanesi
Eftir að Álftanes fór í greiðsluþrot haustið 2009 varð flestum ljóst að ekki var að óbreyttu rekstrargrundvöllur fyrir rekstri sveitarfélagsins.
Fjárhaldsnefnd sem ráðherra skipaði fór í verulegan niðurskurð á rekstri sveitarfélagsins sem nam yfir 100 millj. á ári, um 8% af útgjöldunum. Skattar og álögur á íbúa voru einnig hækkaðir um svipaða upphæð.
Þá var farið í sameiningarviðræður við Garðabæ en strax var ljóst að Garðabær var ekki tilbúinn til sameiningar á þeirri stundu.
Öll framboð lofuðu íbúum Álftaness sameiningu strax eftir kosningar. Eftir kosningar bauð Reykjavík Álftnesingum að sameinast Reykjavík en ný bæjarstjórn Álftaness hafnaði þeirra boði og vildi aðeins viðræður við Garðabæ.
Áfram var haldið að ræða við Garðabæ þó engin sameining væri á döfinni við Garðabæ nema forsendur breyttust.
Nú liggja fyrir samningar sem fjárhaldsstjórnin hefur gert við stærstu lánadrottna um afskriftir á um 30% skulda með því skilyrði að búið verði að samþykkja sameiningu Álftanes við eitthvert sveitarfélag í almennri kosningu fyrir 15. maí næstkomandi.
Þrátt fyrir þessa samninga fjárhaldsstjórnar ætlar bæjarstjórnin ekki að undirbúa sameiningakosningar fyrir 15. maí. Öll bæjarstjórnin virðist vilja sitja áfram sem lengst.
Sú míta að bygging sundlaugarinnar hafi sett sveitarfélagið í þrot er æði útbreidd en kolröng. Álftanes hefur enn ekki greitt til byggingar sundlaugarinnar en fékk þess í stað yfir 300 millj. í reiðufé vegna sölu íþróttarhússins. Þannig frestaði sundlaugin fjarþroti Álftanes um eitt ár.
Ákvörðun sveitarfélagsins um mikla og hraða uppbyggingu árið 2002 sem ákveðið og stýrt var af sjálfstæðismönnum gerði sveitarfélagið gjörsamlega ósjálfbært.
Langstærsti útgjaldaliður allra sveitarfélaga er rekstur skóla, leikskóla og tómstundastarfsemi barna og unglinga.
Hlutfall grunnskólabarna miðað við íbúafjölda sýnir okkur að Álftanes getur ekki verið sjálfbært ef bjóða á íbúum sömu þjónustu og er í boði í nágrannasveitarfélögum.
Álftanes, grunnskólabörn 18,9% af íbúum
Reykjavík, grunnskólabörn 10,4% af íbúum
Garðabær, grunnskólabörn 12,7% af íbúum
Rekstur kostnaðasömustu málaflokkana á Álftanesi er þannig yfir 80% stærri en í Reykjavík og um 50 % stærri en í Garðabæ.
Ef Álftanes hefði strax gengið til sameiningar við Reykjavík hefðu aukaálögur og niðurskurður á ibúana ekki kostað íbúa Álftanes 80 -150 milljónir á ári eða að meðaltali 30 til 60 þúsund krónur á íbúa á ári. Það er sú fórn sem íbúar leggja fram í þeirri von bæjarstjórnar að sameinast síðar Garðabæ.
Íbúar dæma um hvort sú fórn er ásættanleg.
Kristján Sveinbjörnsson
Fv bæjarfulltrúi
Íbúafundur fyrir lok mánaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2011 | 22:17
Flugmálastjórn sniðgengur stjórnsýslulög.
Flugmálastjórn sem íslensk stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun á í miklum erfiðleikum með að fylgja stjórnsýslulögum.
Stofnunin fer nú offari í túlkun og framkvæmd nýrra evrópureglna, svokallaðra Part-M reglna, um viðhald loftfara og hefur ekki getu til að rökstyðja nýjar íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir sem hún tekur.
Stofnunin skýlir sig á bak við eigin ákvörðun, að leynd hvíli á stjórnsýslu stofnunarinnar og synjar um aðgang að umbeðnum gögnum.
Lögmaður Svifflugfélagsins telur að Flugmálastjórn hafi brotið á félaginu á eftirtöldum ákvæðum stjórnsýsluréttar: lögmætisreglu, meðalhófsreglu, leiðbeiningarskyldu, jafnræðisreglu og upplýsingaskyldu ásamt fjölmörgm öðrum lagaákvæðum, sjá gögn með fyrri færslu. http://flugmann.blog.is/blog/flugmann/entry/1205542/
Í vikunni rann út lögbundinn frestur Flugmálastjórnar á að rökstyðja íþyngjandi og smásmugulegar stjórnvaldsákvarðanir vegna úttektar á TF-SAA og framsettar óásættanlegar kröfur vegna beiðni um ferjuflug.
Í 21. gr. stjórnsýslulaga segir skýrt, Beiðni um rökstuðning skal stjórnvald svara henni innan 14 daga frá því að hún barst.
Nú eru liðnir 28 dagar frá fyrstu kröfu um rökstuðning og þrátt fyrir ítrekanir hefur Flugmálastjórn ekki svarað kröfunni en bregst við síðustu ítrekun með að nefna að hún hafi jú rökstutt málið.
Ekki verður séð að stjórnvaldsákvarðanir Flugmálastjórnar byggist á upplýstum og fyrirliggjandi rökum en margar ákvarðanir stofnunarinnar eru teknar af geðþótta sem erfitt hefur reynst fyrir stofnunina að rökstyðja.
Von okkar er að athugasemdir við óásættanlega stjórnsýslu FMS verði til þess að stjórnvöld taki flugmálastjórnir annarra norðurlanda til fyrirmyndar og vinni með almannafluginu að lausnum í stað stríðsátaka, áður en óbætanlegt tjón verður á íslenskri flugstarfsemi. Enn er því miður ekki að finna vilja stjórnvalda til að breyta.
Lausnin felst ekki í orðum flugmálastjóra við hagsmunaaðila,
Flugmálastjórn ræður, ef þið eruð ekki sátt, þá getið þið kært.
Lausnin felst í samstarfi yfirvalda og hagsmunaaðila.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Dægurmál og skoðanaskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar