Færsluflokkur: Bloggar

Spásvæðið talið öskusvart en hver er raunveruleikinn?

Sá er þetta ritar flaug yfir gosstöðvarnar í gær. Grár strókur stóð upp úr sprengigígnum og spúði ösku upp í loftið. Undrun vakti þó hversu gosið var lítið. Einhver tonn á sekúntu streyma þarna upp en að þetta magn fylli loftrými norður atlantshafsins allt frá Írlandi og Spáni til Grænlands af gosösku er í hæsta máta ótrúlegt. Ekkert heyrist frá mælingarsérfræðingunum sem mælt hafa magn gjóskunnar í lofti en athygli vekur gosöskuspá bresku veðurstofunnar byggir fyrst og fremst á reiknilíkani og öskuspá sem ekki eru sannreyndar eftir því sem best er vitað með mælingum.

Samkvæmt mælingum í Reykjavík http://www.loft.rvk.is/ hefur ekki orðið vart við öskufall í Reykjavík en það segir okkur að engin gosaska er yfir Reykjavík og samkvæmt því virðist flugbannið á Reykjavíkurflugvelli vera enn með öllu óþarft hvað sem síðar verður. Heyrst hefur að verðið sé að koma fyrir mælingarbúnaði i einhverjar flugvélar. 

Ef flugviðvörunarsvæði http://www.metoffice.gov.uk/corporate/pressoffice/2010/volcano/ashconcentration/ er skoðað er ekki svart svæði yfir  Reykjavík nú né næstu daga.

Því væri gott að fá skýringar á flugbanninu frá Reykjavíkurflugvelli t.d. nú í dag.

 

 

 

 

aska10_5.tiff


mbl.is Háloftin áfram öskusvört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðsetning hraunrennslis

Samkvæmt vefmyndavélum er hraunrennslið nú komið langt niður að Gígjökli og sjást gufubólstrar stíga upp undan hraunrennslinu. Gosið virðist vera stöðugt með smá sveiflum upp og niður , sjá http://hraun.vedur.is/ja/oroi/god.gif

 


mbl.is Svört aska fellur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugbannið byggt á rangri aðferðafræði.

Nú er búið að staðfesta það augljósa. Á þriðjudaginn var yfir 100 km skyggni, Snæfellsjökull blasti við í allri sinni dýrð.  Á sama tíma á sama svæði var flugbann og auglýst hættusvæði vegna gosösku að mati Veðurstofu.

Ljóst var öllum sem horfðu til jökulsins að flugbannið var sett fram á röngum forsendum.  Haraldur Ólafsson veðurfræðingur virðist hafa brotist út úr hjarðhegðun svokallaðra sérfræðinga og séð að flugbannið var ekki á rökum reist og gekkst fyrir því að fá flugvél til að mæla magn gjóskunnar. 

Um leið og út spurðist að flugvél kæmi til að mæla gjóskumagnið breyttust forsendur sérfræðinganna og skyndilega féll hið auglýsta bannsvæði margfalt saman og þá mátti fljúga um nær allt land. Athygli vakti að litlar sem engar breytingar höfðu orðið á gosinu í fjölmarga daga en samt minnkaði bannsvæðið skyndilega 50 -100 falt um leið og átti að mæla gjóskuna.

Ljóst er að flugbannið hefur skaðað ferðaþjónustuna.  Flugbannið sem var byggt á ágiskuðum forsendum og spám og hafa nú mælst rangar.  

Þeir sem bera ábyrgð á flugbanninu þurfa nú að skýra út málin, svara hversvegna þessar miklu breytingar urðu skyndilega þegar von var á gjóskumælingum. Einnig að skýra út hvar feillinn lá í gjóskuspá þeirra.

 


mbl.is Aska undir viðmiðunarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin gjósku- eða rykmengun í Reykjavík.

Á síðunni http://www.loft.rvk.is/ er hægt að sjá línurit yfir rykmengun (dust) í Reykjavík.

Samkvæmt línuritum þá kom fram rykmengun rétt fyrir hádegi s.l. laugardag og fór mengunin upp í 150 µg/m³ en fell fljótt niður fyrir 50 µg/m³. Á venjulegum degi er þessi mengun 10 til 50 µg/m³ en mánaðalega og oftar koma toppar sem ná yfir 500 µg/m³

Nú mælist engin gjósku- eða rykmengun í Reykjavík.

Í afar fróðlegri grein Haraldar Sigurðssonar http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/

um magn ösku í loftinu kemur fram að framleiðendur þotumótora hafa gefið út að þeir þoli um 2000 µg/m³.

Samkvæmt mælingum í Reykjavík hefur öskumagn í 10 metra hæð verið margfalt minna en það sem þotumótorar þola. Engar mælingar eru hinsvegar til um öskumagn í mismunandi hæðum en slíkar mælingar taka líklega af allan vafa um að flugbann væri óþarfi hér miðað við núverandi ástand.

Flugmálayfirvöld nota reiknilíkan bresku veðurstofunnar til að ákvarða flugbann. Breska veðurstofan styðst við áætlanir og spár auk þess sem öryggisstuðullinn er hafður mjög hár vegna óvissu. Því verður flugbannsvæðið alltaf miklu mun stærra en hið raunverulega gjóskusvæði er samanber rykmælingar á höfuðborgarsvæðinu.

Til að minnka eða koma í veg fyrir flugbönn vegna gjósku verður að mæla raungjósku í loftrýminu en búnaður til slíkra mælinga kostar 5-10 milljónir króna.


mbl.is Loftrými suðvestanlands lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugbannið ástæðulaust?


Vil vekja athygli á grein Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings um öskumagn og flugvélar http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1046742/#comment2861928

Ekki verður annað séð en flugbannið á Reykjavíkurflugvelli sé ástæðulaust miðað við upplýsingar úr greininni og núverandi ástand. 


mbl.is Varað við gjóskunni 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er flugbannið ástæðulaust?

Vil vekja athygli á grein Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings um öskumagn og flugvélar http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1046742/#comment2861928

Ekki verður annað séð miðað við upplýsingar úr greininni en flugbannið á Reykjavíkurflugvelli sé ástæðulaust miðað við núverandi ástand. 


mbl.is Öskuský enn yfir flugvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gosöskumagn í Reykjavík

 

Mikil umræða hefur verið um öskumagn í lofti en á síðunni  http://www.loft.rvk.is/ er hægt að sjá línurit yfir rykmengun (dust) í Reykjavík.

Samkvæmt línuritum þá kom rykmengun rétt fyrir hádegi nú laugardag og fór mengunin upp í 150 µg/m³  en fell fljótt niður fyrir 50 µg/m³. Á venjulegum degi er þessi mengun 10 til 60 µg/m³ en mánaðalega og oftar koma toppar sem ná yfir 500 µg/m³

 í dag var skyggni yfir 50 km en einhver slikja virtist vera í loftinu. 

Í afar fróðlegri grein Haraldar Sigurðssonar http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/

um magn ösku í loftinu kemur fram að  þotumótorar þoli um 2000 µg/m³.

Samkvæmt mælingum í Reykjavík er öskumagn í 4 metra hæð margfalt minna en það sem þotumótorar þola. Engar mælingar eru til um öskumagn hér á íslandi í mismunandi hæðum en slíkar mælingar tækju væntanlega af allan vafa um að flugbann væri óþarfi miðað við núverandi ástand.

 


mbl.is Mega víkja frá viðbúnaðaráætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er lyktin af gosösku?

Hef ekki heyrt um að menn finni lykt af gosösku þó sjálfsagt
megi finna eitthvað ef nefinu er stungið ofan í öskuna. Allavega þekki
eg ekki "öskulykt" og er þó búinn að fljúga yfir gosið. Eina sem fannst voru óhugnalegar drunur og sprengingar.
mbl.is Flugstjórinn fann öskulykt og sneri við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt gosöskukorn á sveimi setur allt í uppnám

Hin fíngerða gosaska hefur engin áhrif á þær flugvélar sem eru með stimpilmótora (sprengihreyfil) .

Þessi tengund mótora eru allir bílmótorar og í minni flugvélum en sumar þeirra eru notaðar í atvinnuflug. Varla er ástæða til að loka flugvöllum ef hluti flugvéla getur flogið en hluti ekki. 

Þá er sagt að skrúfuþotumótorar það er mótorar sem eru í skrúfuþotum og þyrlum séu ekki eins viðkvæmir fyrir gosösku eins og hefðbundnir þotumótorar sem eru eins og ryksugur gagnvart öllu nálægu.  

Vandamálið er þó að engar tilraunir eða mælingar eru aðgengilegar um hve mikla gosösku þotumótorar þola og því dugar vitneskja um eitt korn á sveimi til að flugmálayfirvöld sjá sig knúin til að loka viðkomandi loftrými.   

 

 

 


mbl.is Flogið á Akureyri og Egilsstaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á óróamynd er óróinn að aukast.

Samkv. meðfylgjandi óróamynd er óróinn að aukast ef eitthvað er http://hraun.vedur.is/ja/oroi/god.gif

Samt er augljóst að gosstrókurinn er að minnka líklega vegna þess að vatn kemst í minna mæli að gígnum. Meðan óróinn heldur áfram er líklega lítil hætta á nýju gosi. Hætti gosið skyndilega getur hinsvegar allt gerst og þá mun líklega koma upp nýtt gos í nágrenninu.

Spá mín er gosið haldi áfram að mestu óbreytt í einhvern tíma.

god

 


mbl.is Gosið ekki að breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband