Spásvæðið talið öskusvart en hver er raunveruleikinn?

Sá er þetta ritar flaug yfir gosstöðvarnar í gær. Grár strókur stóð upp úr sprengigígnum og spúði ösku upp í loftið. Undrun vakti þó hversu gosið var lítið. Einhver tonn á sekúntu streyma þarna upp en að þetta magn fylli loftrými norður atlantshafsins allt frá Írlandi og Spáni til Grænlands af gosösku er í hæsta máta ótrúlegt. Ekkert heyrist frá mælingarsérfræðingunum sem mælt hafa magn gjóskunnar í lofti en athygli vekur gosöskuspá bresku veðurstofunnar byggir fyrst og fremst á reiknilíkani og öskuspá sem ekki eru sannreyndar eftir því sem best er vitað með mælingum.

Samkvæmt mælingum í Reykjavík http://www.loft.rvk.is/ hefur ekki orðið vart við öskufall í Reykjavík en það segir okkur að engin gosaska er yfir Reykjavík og samkvæmt því virðist flugbannið á Reykjavíkurflugvelli vera enn með öllu óþarft hvað sem síðar verður. Heyrst hefur að verðið sé að koma fyrir mælingarbúnaði i einhverjar flugvélar. 

Ef flugviðvörunarsvæði http://www.metoffice.gov.uk/corporate/pressoffice/2010/volcano/ashconcentration/ er skoðað er ekki svart svæði yfir  Reykjavík nú né næstu daga.

Því væri gott að fá skýringar á flugbanninu frá Reykjavíkurflugvelli t.d. nú í dag.

 

 

 

 

aska10_5.tiff


mbl.is Háloftin áfram öskusvört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Þetta er með ólíkindum, það eru bara spár og reiknilíkön á bakvið þessar lokanir, engar mælingar.

Hvumpinn, 9.5.2010 kl. 23:52

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kristján ef þú hefðir litið upp í loftið fyrir ofan þig í dag þá hefðir þú séð ástæðuna það mátti sjá bakkan frá eldstöðinni sem lagði yfir bæinn og langt í vestur!

Sigurður Haraldsson, 9.5.2010 kl. 23:54

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Farið austur og hjálpið til við hreinsun á landinu sem askan hefur komið niður þá munið þið skilja alvöru málsins!

Öskustrókurinn liggur út á haf og upp í háloftin og sveimar yfir ykkur!

Sigurður Haraldsson, 9.5.2010 kl. 23:56

4 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Vegna orða Sigurðar vil ég vekja athygli á að ekkert öskufall hefur orðið á Reykjavíkursvæðinu nú síðustu daga. Mjög bjart var ef horft var til vesturs, norðurs og austurs. Rétt er að mystur var til suðurs yfir Reykjanessfjallgarðinum sem líklega var þó bara rakamystur rétt eins og yfir suðurlandi í gær. Allavega eru engar mælingar sem sýna hvar raunverulega askan er og þá í hvé miklu mæli. En það er alveg klárt að ösku er að finna út frá Eyjafjallajökli enda sést hún þar greinilega.  Þá vek ég athygli á að askan er jú þyngri en loftið og fellur hægt og sígandi niður niður til jarðar þar sem hún sveimar um. 

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 10.5.2010 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband