Mikið hljóð- og sjónarspil.

Jú gosið er mikið hljóð- og sjónarspil.

Nú var Dimonan, mótorsvifflugan Svifflugfélagsins komin í gagnið og þá var ekki annað hægt en skjótast austur með litla myndavél og skoða gosið sem hálfur heimurinn stendur á öndinni yfir.

Nær ekkert vatn sást renna undan jöklinum og á Fimmvörðuhálsi sást gufa stíga upp úr gömlu gosstöðvunum. Þykk gosaskan sem hafði lagst yfir svæðið var nú að fjúka suður yfir Eyjafjöllin og allt hvarf þar í mistri.   Ógnandi drunur tóku á móti okkur við eldstöðina og heilu björgin sáust þeytast hátt upp úr gígnum, stoppa í svolitla stund og falla svo hægt aftur ofan í eldstöðina. Getur verið að þessi glóandi björg geti grandað flugvélinni okkar? Endalausar sprengingar sem þyrla opp dökkum bólstrum stíga upp til himins og setja embættismenn sem stjórna flugi algjörlega út af laginu. 102_8379.jpg

 Ógleymanleg flugferð.

 

 

 


mbl.is Eldgosið mikið sjónarspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mælingar sýna að gosið er enn að vaxa eða hvað?

Þessi frétt er á skjön við óróamælingar frá veðugodrstofunni http://hraun.vedur.is/ja/oroi/god.gif og einnig óróasíðunum http://hraun.vedur.is/ja/Katla2009/gosplott.html og  http://hraun.vedur.is/ja/Katla2009/stodvaplott.html

Samkvæmt þessum síðum er titringur að aukast þannig að gosið er enn að vaxa. 

Gott væri að fá komment frá sérfræðinum um þessi atriði

 


mbl.is Dregur úr gosvirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanþekking blönduð móðursýki og öðru rugli

Hér er mikil miskilningur á ferð. Gosaska hefur engin áhrif á sprengihreyfla eins og eru í bifreiðum og minni flugvélum. Sáum í gær myndir í sjónvarpinu af bifreiðum aka um öskuborna vegi án vandræða.

Hér áður fyrr flugu ýmsir þvert í gegnum öskustróka og skemmdu þá oftast framrúður flugvélanna og einu skemmdirnar voru framrúður sem urðu mattar.

Af myndum að flugslysinu að dæma var þarna lítil flugvél á ferð og aska getur ekki hafa grandað henni.

Í þessari frétt er mikil vanþekking á ferð blönduð móðursýki og öðru rugli.

 


mbl.is Flugvél fórst á Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr móðursýki eða eðlileg hræðsla

Athyglisverð frétt. Hræðslan er greinilega  mikil og enginn þorir að taka ákvörðun eða bera ábyrgð.

Á síðunni http://www.flightradar24.com/ má sjá farþegaflug í evrópu í rauntíma 

Í gærkvöldi voru 6-8 flugvélar á lofti allar við miðjarhafið. Nú hefur þeim fjölgað eitthvað og ein frá KLM að fljúga yfir Hollandi.

Jú auðvitað grunar manni að hér hafi móðursýkin tekið völdin því eldgos hafa gosið um allan heim án þess að hætt hafi verið að fljúga í þeim heimshlutum.

Ótrúlegt hvé menn eru ráðþrota í að rannsaka og prófa sig áfram. 

 

 


mbl.is Segir flugbannið vera móðursýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími fyrir gömlu flugvélarnar?

Athyglisvert hve mikil dreifing er á öskunni. Þekkt er að túrbínuhreyflar þola ekki gosösku og menn virðast meta það svo að ekki sé á hættandi að fljúga um svæði sem hugsanlega er aðeins vottur af gosösku.

Flugvélar með stimpilhreyfla þola hinsvegar þessa gosösku án vandræða. Nú geta þristarnir, fjarkarnir og sexurnar farið að fljúga að nýju, jú og allar minni flugvélarnar. Engin ástæða að banna þeim að fljúga.


mbl.is Aldrei áður jafn mikil röskun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími fyrir gömlu flugvélarnar?

Athyglisvert hve mikil dreifing er á öskunni. Þekkt er að túrbínuhreyflar þola ekki gosösku og menn virðast meta það svo að ekki sé á hættandi að fljúga um svæði sem hugsanlega er aðeins vottur af gosösku.

Flugvélar með stimpilhreyfla þola hinsvegar þessa gosösku án vandræða. Nú geta þristarnir, fjarkarnir og sexurnar farið að fljúga að nýju, jú og allar minni flugvélarnar. Engin ástæða að banna þeim að fljúga.

 

 

 


mbl.is Flugumferð bönnuð um Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphaf þessarar goshrinu

Rétt fyrir miðnætti sá ég að skjálftahrina var hafin í Eyjafjallajökli, greinilega var gos að hefjast.

Sendi póst á RUV en ekkert kom um gosið í 12 fréttum.

Hringdi því í fréttastofu RUV og sagði frá gosóróanum, fréttamaður á vakt kom af fjöllum.

Talaði því næst við Veðurstofu og voru þeir þá farnir að fylgjst með.

Í framhaldinu bloggaði ég frétt hér á þennan vef.

Einhvern grun hafði ég um að gosið myndi líklega færast undir jökulinn og hafði spáð því í bloggi 1. apríl sl. 

Nú er gosið greinilega byrjað fyrir alvöru og gæti farið að ógna íbúum og búfenaði.

 

 

 


mbl.is Mökkur sést úr Þórsmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt gos að byrja?

Það er nú ekki víst að gosinu sé lokið.

Ný rétt upp úr miðnætti er mikill gosórói undir Eyjafjallajökli. 

http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/myrdalsjokull/#view=map

100414_0020


mbl.is Eldgosinu á Fimmvörðuhálsi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgist með, hvað næst?

 

Spennandi er að fylgjast með þessu sérstæða gosi sem kemur öllum á óvart. Þetta litla túristagos er í beinni útsendingu í tölvunum okkar og virðist ekki ógna neinum nema helst þeim forvitnu. Vísindamenn standa aftur og aftur á gati og allar uppákomur hafa hingað til komið þeim gjörsamlega á óvart.

Ég er einn af þeim sem fylgist vel með gosinu. Skoða oft á dag síðu veðurstofunnar  http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/myrdalsjokull/#view=map 

til að skoða skjálftana og einnig töfluna http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/myrdalsjokull/#view=table

en þar er hægt að sjá dýpt og staðsetningu allra skjálftanna.

 

Þá er fróðlegt að skoða óróann http://hraun.vedur.is/ja/oroi/god.gif

en þar sest virkni gossins sem mælist í titringnum á tíðninni 1 og upp í 4 hertz.

Einnig er hægt að skoða GPS gögn sem gefa upplýsingar um hreyfingu mælistaða á síðunni http://hraun.vedur.is/ja/gps/predorb/allar_pred.html

Og í beinni útsendingu má sjá gosið á síðunum

http://www.vodafone.is/eldgos

http://eldgos.mila.is/eyjafjallajokull-fra-fimmvorduhalsi/

Það er því létt að fylgjast með og afla upplýsinga  fyrir okkur sem höfum gaman að fylgjast með náttúrunni koma okkur á óvart.

 Gosið virðist haga sér þvert á önnur þekkt gos og erfitt virðist að spá um næstu uppákomur þess.

Samkvæmt reynslunni á gosið að deyja hægt og sígandi út en þetta gos hefur hingað til ekki farið eftir því sem menn þekkja.  

Því má sjálfsagt búast við að gosið haldi áfram að færast í aukanna og færi sig undir jökulinn með tilheyrandi látum eða færi sig niður í hlíðar Þórsmerkur. Við skulum ekki afskrifa þetta gos því regla þess hefur hingað til verið að koma á óvart. 

 

Kristján Sveinbjörnsson

Forvitinn leikmaður í gosfræðum.

 

 


mbl.is Mallar áfram næstu vikurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörg ljón eru enn í veginum.

Lítil ástæða er fyrir þingmenn og aðra að rífast um þessa þotu hugmynd fyrr en Flugmálastjórn hefur skoðað hvort hægt og raunhæft er að skrá þessar þotur hér á landi sem ég heyri að er forsendan fyrir því að þessi hugmynd verði að veruleika. Fyrir okkur flugáhugamenn er verkefnið fróðlegt og spennandi en miðað við frumskóg alþjóðalaga og reglugerða um flug er ólíklegt að af þessu verði nema settar verði séríslenskar reglur. Mörg ljón eru enn í veginum.

 


mbl.is Umræðan um ECA slitin úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband