27.6.2014 | 10:29
Lögreglan fer ekki að lögum
Hér fara rök lögreglu eftir að ráðuneytið úrskurðaði að lög heimiluðu ekki synjun flutnings vegna vöntunar á leyfi skipulagsyfirvalda.
"Í ljósi ofangreinds, þess að leyfi byggingafulltrúa liggur ekki fyrir og þar með sjónarmiða um umferðaröryggi með vísan til þeirrar auknu hættu og óhagræðis sem skapast þurfi að flytja hús ítrekað um vegakerfið þar sem heimild fyrir niðursetningu liggur ekki fyrir, þá hafnar lögreglan þessari beiðni."
Hinsvegar fekkst leyfi lögreglu að flytja stofurnar til Hafnarfjarðar og þá var ekið með þær um Sandskeið á leið til Hafnarfjarðar. Ekið var yfir 50 kílómetra til Hafnarfjarðar en aðeins 18 kílómetrar eru upp á Sandskeið.
Lögreglan hundsar úrskurð ráðuneytis og fer ekki að lögum.
Hér er á ferð augljós valdnýðsla og valdhroki lögreglu með misnotkun á umferðaröryggi.
Ráðherra eða ráðuneytið grípur ekki í taumana þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um en svo virðist sem ráðuneytið sé stjórnlaust og lamað þessa daganna.
Standa í stríði um skólastofur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Dægurmál og skoðanaskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki gleyma því að margir hafa bent á hið augljósa, að níutíu og eitthvað prósent löggunnar hefur einungis um þriggja mánaða, nánast bréfaskóla, nám á bak við það að geta orðið lögga og tuktað hæstaréttardómara síðan að geðþótta sínum úti á götum og svarar út í hött eða með lagabókstaf sem ekki á við þegar þeir eru krafðir um á grunni hvaða laga þeir gera eitt eða annað í valdhroka sínum við almennan borgara úti á vettvangi, til dæmis hæstaréttardómara. Þeir myndu flestir þessara löggumanna falla á prófi í spurningum um hegnmingarlög ög önnur sem þeim ber að vinna eftir væri slíkt próf lagt fyrir þá.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.6.2014 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.