17.6.2014 | 09:34
Lögreglan utan laga, sjá blogg
Svifflugfélagið hefur í heilt ár barist fyrir á fá að flytja lausar kennslustofur sem félagið keypti á Sandskeið.
Vegagerðin, síðar Samgöngustofa hafa hinsvegar barist gegn flutningnum og bannað hann.
Fyrir rúmri viku úrskurðaði loks Innanríkisráðuneytið með hjálp Umboðsmanns Alþingis í kærumáli Svifflugfélagsins og Samgöngustofu og komst að þeirri niðurstöðu að höfnun stofnunarinnar væri brot á lögum og feldi úr gildi höfnun við flutningi á kennslustofunum. Málaástæður Svifflugfélagsins voru að fullu teknar til greina, að starfsreglur lögreglu og Samgöngustofu um að sveitarfélag heimilaði flutning, stæðist ekki lög.
Nú hefur lögreglan ákveðið að styðja lögbrjótana hjá Samgöngustofu og heimilar ekki heldur umræddan flutning á sömu forsendum og Samgöngustofa. Lögreglan telur sig með þessari ákvörðun hafin yfir lög landsins og hundsar um leið úrskurð ráðuneytisins.
Lögreglan ítrekar aðeins að félagið geti bara kært þessa ákvörðun.
Eitt af siðlausustu brotum yfirvalda er valdníðsla í krafti valdsins á hendur borgurunum. Viðhorf lögreglu til lögbrota á sviði stjórnsýslu er óásættanleg. Lögregla sem löggæslustofnun hikar ekki við að sniðganga lög landsins og virðist þannig vilja sýna stuðning við aðra lögbrjóta með gerðum sínum.
Á meðan standa umræddar kennslustofur hættulegar börnum og hálf brunnar á skólalóð Rimaskóla.
Innanríkisráðherra virðist eini aðilinn sem getur hnekkt lögleysu lögreglunnar.
Formaður
Skoða virkara eftirlit með lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Löggæsla, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 10:48 | Facebook
Um bloggið
Dægurmál og skoðanaskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta á ekki að koma neinum á óvart sem kynnir sér Gálgahraunsmálið, dæmi um það þegar einstök fyrirtæki og stofnanir taka lög og rétt í eigin hendur og fá lögregluna í lið með sér.
Ómar Ragnarsson, 17.6.2014 kl. 10:01
Ég viðurkenni að það kom verulega á óvart grímulaus óvirðing lögreglustjóra á skýrum lögum landsins, "þið getið bara kært ákvörðun okkar og sótt bætur til ríkislögmanns". Vandamálið virðist tvennskonar,
1. Engin lög virðast ná yfir valdníðslu og starfsmaðurinn sem beitir henni er ekki gerður ábyrgur.
2. Ákæruvaldið og dómstólar taka silkihönskum á valdníðslu og forðast að taka á slíkum málum.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 17.6.2014 kl. 10:39
Svo er 3 atriðið sem er mikilvægast og er kæruleiðin.
Kæruleiðin er langhlaup, gjarnan úrskurðuð af hlutdrægu ráðuneyti sem byggir skjaldborg um sínar undirstofnanir og úrskurðar þeim í vil svo kæran þarf í framhaldinu að fara til Umboðsmanns Alþingis til að fá eðlilega og rétta niðurstöðu. Ég ráðlegg engum að kæra rangar ákvarðanir og valdníðslu stjórnvalds til ráðuneytis nema að vera tilbúinn að fara með málið til umboðsmanns Alþingis í framhaldinu. Jú og þessi ferill tekur yfirleitt mörg ár.
Fagúrskurðarnefndir eru hlutlausari og faglegri og þeim má frekar treysta.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 17.6.2014 kl. 11:10
Það væri verðugt viðfangsefni að rannsaka öll þau mál, þar sem hreytt hefur verið framan í þá, sem hafa átt undir högg að sækja gagnvart valdinu: "Þið skuluð þá bara kæra."
Talað er niður til hugsanlegs kæranda í skjóli þess, að stofnunin hefur yfirburði varðand fé og aðstöðu og að það er ekkert grín fyrir einkaaðila að fara út í langvinn og dýr málaferli.
Þessi aðferð hefur verið notuð ansi oft og í öll skiptin, sem mér er kunnugt um, tapaði viðkomandi valdstjórn í málinu um síðir. En það skipti hana engu máli, - almenningur borgaði.
Ómar Ragnarsson, 17.6.2014 kl. 12:56
Það skondna við þetta er hin sögulega tenging. Svifflugfélag Íslands var stofnað af eldhuganum og fyrsta formanni félagsins, Agnar Kofoed Hansen árið 1936 og var aðal tilgangur félagsins að byggja upp þekkingu landsmanna á flugi og kenna flug.
Sami Agnar varð skömmu síðar árið 1939 lögreglustjóri og síðan árið 1951 til 1982 Flugmálastjóri. Nú sýna þessar stofnanir sem Agnar var yfirmaður fyrir, Lögreglan og Samgöngustofa, (arftaki Flugmálastjórnar) Svifflugfélaginu ákveðinn fjandskap og valdníðslu. Agnar Kofoed Hansen var lausnarmiðaður og laus við valdhroka sem hans eftirmenn mættu taka sér til fyrirmyndar.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 17.6.2014 kl. 17:43
Nú spyr ég, af hreinum óvitaskap náttúrulega, hvar liggur ótti stofnannanna í málinu?
Hvað er svona voðalegt við að flytja nokkra kofa upp á Sandskeið?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.