Flugbannið byggt á rangri aðferðafræði.

Nú er búið að staðfesta það augljósa. Á þriðjudaginn var yfir 100 km skyggni, Snæfellsjökull blasti við í allri sinni dýrð.  Á sama tíma á sama svæði var flugbann og auglýst hættusvæði vegna gosösku að mati Veðurstofu.

Ljóst var öllum sem horfðu til jökulsins að flugbannið var sett fram á röngum forsendum.  Haraldur Ólafsson veðurfræðingur virðist hafa brotist út úr hjarðhegðun svokallaðra sérfræðinga og séð að flugbannið var ekki á rökum reist og gekkst fyrir því að fá flugvél til að mæla magn gjóskunnar. 

Um leið og út spurðist að flugvél kæmi til að mæla gjóskumagnið breyttust forsendur sérfræðinganna og skyndilega féll hið auglýsta bannsvæði margfalt saman og þá mátti fljúga um nær allt land. Athygli vakti að litlar sem engar breytingar höfðu orðið á gosinu í fjölmarga daga en samt minnkaði bannsvæðið skyndilega 50 -100 falt um leið og átti að mæla gjóskuna.

Ljóst er að flugbannið hefur skaðað ferðaþjónustuna.  Flugbannið sem var byggt á ágiskuðum forsendum og spám og hafa nú mælst rangar.  

Þeir sem bera ábyrgð á flugbanninu þurfa nú að skýra út málin, svara hversvegna þessar miklu breytingar urðu skyndilega þegar von var á gjóskumælingum. Einnig að skýra út hvar feillinn lá í gjóskuspá þeirra.

 


mbl.is Aska undir viðmiðunarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband