25.4.2010 | 01:42
Gosöskumagn í Reykjavík
Mikil umræða hefur verið um öskumagn í lofti en á síðunni http://www.loft.rvk.is/ er hægt að sjá línurit yfir rykmengun (dust) í Reykjavík.
Samkvæmt línuritum þá kom rykmengun rétt fyrir hádegi nú laugardag og fór mengunin upp í 150 µg/m³ en fell fljótt niður fyrir 50 µg/m³. Á venjulegum degi er þessi mengun 10 til 60 µg/m³ en mánaðalega og oftar koma toppar sem ná yfir 500 µg/m³
í dag var skyggni yfir 50 km en einhver slikja virtist vera í loftinu.
Í afar fróðlegri grein Haraldar Sigurðssonar http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/
um magn ösku í loftinu kemur fram að þotumótorar þoli um 2000 µg/m³.
Samkvæmt mælingum í Reykjavík er öskumagn í 4 metra hæð margfalt minna en það sem þotumótorar þola. Engar mælingar eru til um öskumagn hér á íslandi í mismunandi hæðum en slíkar mælingar tækju væntanlega af allan vafa um að flugbann væri óþarfi miðað við núverandi ástand.
Mega víkja frá viðbúnaðaráætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Dægurmál og skoðanaskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.