22.4.2010 | 20:25
Eitt gosöskukorn á sveimi setur allt í uppnám
Hin fíngerða gosaska hefur engin áhrif á þær flugvélar sem eru með stimpilmótora (sprengihreyfil) .
Þessi tengund mótora eru allir bílmótorar og í minni flugvélum en sumar þeirra eru notaðar í atvinnuflug. Varla er ástæða til að loka flugvöllum ef hluti flugvéla getur flogið en hluti ekki.
Þá er sagt að skrúfuþotumótorar það er mótorar sem eru í skrúfuþotum og þyrlum séu ekki eins viðkvæmir fyrir gosösku eins og hefðbundnir þotumótorar sem eru eins og ryksugur gagnvart öllu nálægu.
Vandamálið er þó að engar tilraunir eða mælingar eru aðgengilegar um hve mikla gosösku þotumótorar þola og því dugar vitneskja um eitt korn á sveimi til að flugmálayfirvöld sjá sig knúin til að loka viðkomandi loftrými.
Flogið á Akureyri og Egilsstaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Dægurmál og skoðanaskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rosalega flottar myndir eru nú í ljósaskiptunum af gosinu á
http://eldgos.mila.is/eyjafjallajokull-fra-valahnjuk/
og http://www.vodafone.is/eldgos
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 22.4.2010 kl. 20:59
Það versta er að íslensku flugfélögin stóru eiga ekki slíkar vélar (Icelandair og Express), er það nokkuð?
Garðar Valur Hallfreðsson, 23.4.2010 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.