18.4.2010 | 09:22
Dýr móðursýki eða eðlileg hræðsla
Athyglisverð frétt. Hræðslan er greinilega mikil og enginn þorir að taka ákvörðun eða bera ábyrgð.
Á síðunni http://www.flightradar24.com/ má sjá farþegaflug í evrópu í rauntíma
Í gærkvöldi voru 6-8 flugvélar á lofti allar við miðjarhafið. Nú hefur þeim fjölgað eitthvað og ein frá KLM að fljúga yfir Hollandi.
Jú auðvitað grunar manni að hér hafi móðursýkin tekið völdin því eldgos hafa gosið um allan heim án þess að hætt hafi verið að fljúga í þeim heimshlutum.
Ótrúlegt hvé menn eru ráðþrota í að rannsaka og prófa sig áfram.
Segir flugbannið vera móðursýki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Dægurmál og skoðanaskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það má mikið ganga á áður enn svo fer að vél hrapi 2000km frá gosupptökum vegna ösku. Ég er ekki á því að þetta muni fara að setja vélar í sjóinn þúsundir kílometra í burtu
óli (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 09:42
Finskar orustuþotur voru á æfingu í finnsku loftrúmi í gær og flugi inn í öskuskýið. Það voru myndir með fréttinni af hreyflunum sem voru fullir af glerjungi og stórskaðaðir.
Hvað segja tryggingafélög, ef farþegaþota lendir í svona skaða og jafnvel ferst? Borga þau tjón. Allavega ekki Íslensk tryggingafélög, sem tyggja ekkert nema rassgatið á sjálvu sér.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 09:55
Það hefur borist aska til vesturhluta Danmerkur og víðar grunar maður.
Friðrik Friðriksson, 18.4.2010 kl. 10:04
Hef ekki séð staðfestar lýsingar eða fréttir af finnsku herþotunum.
Þá var athyglisverð fréttin þar sem öskufall varð í einum smábæ í Danmörku en hvergi annarstaðar.
Mín reynsla af fréttamennsku er að hluti þeirra sé uppspuni, miskilningur og vanþekking. þá eru margar fréttir skrifaðar í áróðusskyni.
Fréttin um flugslysið í Bretlandi er dæmi um mikla vanþekkingu. http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/04/18/flugvel_forst_a_bretlandi/
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 18.4.2010 kl. 10:14
Bölvuð vitleysa. Askan sést með áreiðanlegum geislunarmælingum en einnig með beinni sýnatöku víðsvegar. Menn þurfa ekki að vera neinir sérfræðingar til að sjá með ákveðnum myndum, eins og byrtar á Veðurstofunni, hér:
http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1872
að þarna er gosaska, en ekki einhver agaleg dökkbrúnlituð lofttegund sem ekki er sést í gegnum. Fréttamenn þurfa að átta sig á að ekki eru allir flugmenn og forstjórar fyrirtækja hæfir til meta hvað er lofttegund og hvað er ekki lofttegund.
kv,
Hróbjartur,
sérfræðingur á VÍ.Hrobjartur. (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 10:28
Fréttin sem ég las, um finnsku þoturnar,var í GP.se eða sudsvenskan.se í gær, man það ekki nákvæmlega.
Íslenskir fréttamiðlar eru einhæfir og ömurlegir með afbryggðum.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 10:36
Gott komment Hróbjartur og fróðlegar myndir og skýringar sem þú vísar í.
Mörgum spurningum er þó ósvarað.
Er askan að mestu engöngu í háloftunum?
Nú hafa nokkrar flugvélar flogið um hið meinta mengaða svæði án þess að nokkuð komi fyrir mótorana.
Því vaknar spurningin þola mótorarnir litla öskumengun?
Eitt er þó víst að gömlu sprengihreyflarnir þola öskumengunina hvað sem sumir sérfræðingar sega.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 18.4.2010 kl. 11:06
Kristján,
Eitt er víst að þarnar er svifaska í háloftum dreifð yfir gríðarlegt svæði.
Það hefur sést. Hitt veit ég ekkert um, hvort flugvélamótorar af hinu
og þessu tagi þola öskuna og í ákkurat hvaða magni.
kv,
Hrób.
Hróbjartur. (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 11:57
Ef ég skil Hróbjart rétt er hin svokallaða svifaska fyrst og fremst í háloftum sem er þá í 12- 30 þúsund fetum.
Því ætti að vera í lagi að fljúga neðar.
En er ekki hægt að sjá með mælitækjum hvar þessi svokallaða svifaska er eða skil ég það rétt er hún sé nú dreyfð nokkuð jafnt yfir norðurhluta evrópu.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 18.4.2010 kl. 13:16
http://www.flightglobal.com/articles/2010/04/16/340727/pictures-finnish-f-18-engine-check-reveals-effects-of-volcanic.html
Guðni (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.