Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar
4.4.2012 | 22:10
Enn pattstaða á Álftanesi
Eftir að Álftanes fór í greiðsluþrot haustið 2009 varð flestum ljóst að ekki var að óbreyttu rekstrargrundvöllur fyrir rekstri sveitarfélagsins.
Fjárhaldsnefnd sem ráðherra skipaði fór í verulegan niðurskurð á rekstri sveitarfélagsins sem nam yfir 100 millj. á ári, um 8% af útgjöldunum. Skattar og álögur á íbúa voru einnig hækkaðir um svipaða upphæð.
Þá var farið í sameiningarviðræður við Garðabæ en strax var ljóst að Garðabær var ekki tilbúinn til sameiningar á þeirri stundu.
Öll framboð lofuðu íbúum Álftaness sameiningu strax eftir kosningar. Eftir kosningar bauð Reykjavík Álftnesingum að sameinast Reykjavík en ný bæjarstjórn Álftaness hafnaði þeirra boði og vildi aðeins viðræður við Garðabæ.
Áfram var haldið að ræða við Garðabæ þó engin sameining væri á döfinni við Garðabæ nema forsendur breyttust.
Nú liggja fyrir samningar sem fjárhaldsstjórnin hefur gert við stærstu lánadrottna um afskriftir á um 30% skulda með því skilyrði að búið verði að samþykkja sameiningu Álftanes við eitthvert sveitarfélag í almennri kosningu fyrir 15. maí næstkomandi.
Þrátt fyrir þessa samninga fjárhaldsstjórnar ætlar bæjarstjórnin ekki að undirbúa sameiningakosningar fyrir 15. maí. Öll bæjarstjórnin virðist vilja sitja áfram sem lengst.
Sú míta að bygging sundlaugarinnar hafi sett sveitarfélagið í þrot er æði útbreidd en kolröng. Álftanes hefur enn ekki greitt til byggingar sundlaugarinnar en fékk þess í stað yfir 300 millj. í reiðufé vegna sölu íþróttarhússins. Þannig frestaði sundlaugin fjarþroti Álftanes um eitt ár.
Ákvörðun sveitarfélagsins um mikla og hraða uppbyggingu árið 2002 sem ákveðið og stýrt var af sjálfstæðismönnum gerði sveitarfélagið gjörsamlega ósjálfbært.
Langstærsti útgjaldaliður allra sveitarfélaga er rekstur skóla, leikskóla og tómstundastarfsemi barna og unglinga.
Hlutfall grunnskólabarna miðað við íbúafjölda sýnir okkur að Álftanes getur ekki verið sjálfbært ef bjóða á íbúum sömu þjónustu og er í boði í nágrannasveitarfélögum.
Álftanes, grunnskólabörn 18,9% af íbúum
Reykjavík, grunnskólabörn 10,4% af íbúum
Garðabær, grunnskólabörn 12,7% af íbúum
Rekstur kostnaðasömustu málaflokkana á Álftanesi er þannig yfir 80% stærri en í Reykjavík og um 50 % stærri en í Garðabæ.
Ef Álftanes hefði strax gengið til sameiningar við Reykjavík hefðu aukaálögur og niðurskurður á ibúana ekki kostað íbúa Álftanes 80 -150 milljónir á ári eða að meðaltali 30 til 60 þúsund krónur á íbúa á ári. Það er sú fórn sem íbúar leggja fram í þeirri von bæjarstjórnar að sameinast síðar Garðabæ.
Íbúar dæma um hvort sú fórn er ásættanleg.
Kristján Sveinbjörnsson
Fv bæjarfulltrúi
Íbúafundur fyrir lok mánaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Dægurmál og skoðanaskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar