Færsluflokkur: Löggæsla
17.6.2014 | 09:34
Lögreglan utan laga, sjá blogg
Svifflugfélagið hefur í heilt ár barist fyrir á fá að flytja lausar kennslustofur sem félagið keypti á Sandskeið.
Vegagerðin, síðar Samgöngustofa hafa hinsvegar barist gegn flutningnum og bannað hann.
Fyrir rúmri viku úrskurðaði loks Innanríkisráðuneytið með hjálp Umboðsmanns Alþingis í kærumáli Svifflugfélagsins og Samgöngustofu og komst að þeirri niðurstöðu að höfnun stofnunarinnar væri brot á lögum og feldi úr gildi höfnun við flutningi á kennslustofunum. Málaástæður Svifflugfélagsins voru að fullu teknar til greina, að starfsreglur lögreglu og Samgöngustofu um að sveitarfélag heimilaði flutning, stæðist ekki lög.
Nú hefur lögreglan ákveðið að styðja lögbrjótana hjá Samgöngustofu og heimilar ekki heldur umræddan flutning á sömu forsendum og Samgöngustofa. Lögreglan telur sig með þessari ákvörðun hafin yfir lög landsins og hundsar um leið úrskurð ráðuneytisins.
Lögreglan ítrekar aðeins að félagið geti bara kært þessa ákvörðun.
Eitt af siðlausustu brotum yfirvalda er valdníðsla í krafti valdsins á hendur borgurunum. Viðhorf lögreglu til lögbrota á sviði stjórnsýslu er óásættanleg. Lögregla sem löggæslustofnun hikar ekki við að sniðganga lög landsins og virðist þannig vilja sýna stuðning við aðra lögbrjóta með gerðum sínum.
Á meðan standa umræddar kennslustofur hættulegar börnum og hálf brunnar á skólalóð Rimaskóla.
Innanríkisráðherra virðist eini aðilinn sem getur hnekkt lögleysu lögreglunnar.
Formaður
Skoða virkara eftirlit með lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Dægurmál og skoðanaskipti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar