Flugyfirvöld andvíg flugstarfsemi?

Spennandi og skemmtileg frétt fyrir okkur Íslendinga.

Hvernig má það hinsvegar vera að á síðustu 4 árum hefur lofthæfum almannaloftförum fækkað um helming á Íslandi, einu Evrópulanda?

Jú Íslensk flugyfirvöld, það er Flugmálastjórn og Innanríkisráðuneyti með Ögmund  Innanríkisráðherra sem æðsta mann, hófu árið 2010 krossferð gegn almannaflugi og árangurinn er sá að svokölluðum EASA almannaloftförum, sem eru kennsluflugvélar, einkaflugvélar og svifflugur hefur fækkað um helming. Flugmálastjórn hóf skyndilega að kyrrsetja tugi loftfara og gerði mönnum illmögulegt að halda loftförum flughæfum. 

Ef þessi stefna yfirvalda heldur áfram mun almannaflug leggjast af og atvinnuflugið bíða mikinn skaða þar sem Ísland mun þurfa að leita erlendis að flugmönnum ef þá verður eitthvert íslenskt flugfélag starfandi hér á landi.

 Það er því verk að vinna fyrir nýjann Innanríkisráðherra að snúa ofan af sjálfseyðingarstefnu núverandi flugyfirvalda. 

 


mbl.is Aukin eftirspurn eftir flugmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það eru ekki lög eða reglugerðir um málefni sem Önni hefur ekki viljað banna eða eyða með reglugerðum, og afverju ætti einkaflug að vera eitthvað öðruvísi eða sérstakt?

Bannráðherra íslands Öumundur Jónasson, megi skömm þin lifa um aldur og ævi.

Kveðja frá London Gatwick.

Jóhann Kristinsson, 24.2.2013 kl. 00:47

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Málið er ekki svona einfalt. Það eru kostir við að fækka ráðherrum en lika sá galli, að því fleiri ráðuneyti og málasvið sem einn maður er yfir, því minni þekkingu hefur hann hlutfallslega um öll þessi mál.

Þetta skapar hættu á því að inni í stofnunum og ráðuneytum hreiðra um sig möppudýr, sem búa til varnarvígi úr möppum, sem þeir semja að miklu leyti sjálfir.

Ráðherra, eða yfirmaður möppudýrsins sem reynir að brjótast inn í þetta möppuvígi, er sallaður niður á staðnum með því að bauna á hann atriðum, sem afhjúpa það sem möppudýrið notar hvað áhrifaríkast, að yfirmaðurinn er niðurlægður með því að upplýsa um fáfræði hans, enda ekki á nokkurs manns færi að kynna sér eða rata um frumskóg skriffinnskunnar.

Þegar skrifræðið er orðið yfirþyrmandi og orðið að stóru skrímsli, skiptir ekki máli, hvort ráðherrann heitir Ögmundur eða eitthvað annað, því miður.

Ómar Ragnarsson, 24.2.2013 kl. 16:40

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nú svo að Önni er þekktur fyrir að banna og setja reglur sem gerir allt erfit fyrir þá sem þurfa að hlýta reglunum.

En þetta er vel útskýrt hjá þér Ómar, það eru möppudýrin sem stjórna flestu í öllum ráðuneytum, en ekki hjálpar að fá van hugsað regluverk frá Brussel og setja það óbreitt í íslenzk lög og reglur.

Það er staðreynd að EASA gengur í það að útrýma einkaflugi ekki bara hér á Íslandi heldur öllum Evrópuríkjum sem hafa tekið upp þeirra vitfyrðings regluverk og papírshaf sem enginn venjulegur maður getur staðið undir fjárhagslega.

Hvernig væri að menn mundu lesa þetta reglugerðaflóð sem kemur frá Brussel áður en það er set í reglugerðir og lög hér á Íslandi, það þarf ekki að lepja allt upp heldur getur Ísland haft sérákvæði um einkaflug.

Kveðja frá London Gatwick

Jóhann Kristinsson, 24.2.2013 kl. 22:52

4 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Var um helgina á fundi European Gliding Union í Strasbourg. http://www.egu-info.org

Mikill hluti fundarins fór í umræðu um EASA viðhaldsreglur og nýjar skírteinareglur. Ljóst er að ástandið er verst hér á Íslandi gagnvart viðhaldsreglunum

 Ástæður eru nokkrar og má þar nefna:

1. Íslensk yfirvöld hafa ekki kynnt nýjar reglur eða átt samstarf með almannafluginu við að leita lausna eða leiða við að komast í gegnum innleiðingu nýrra viðhaldsreglna.

2. Íslensk yfirvöld hafa viðhaft öfgafullt tilskipana- geðþóttaverklag gagnvart almannaloftförum og gengið lengst evrópuþjóða í að fylgja eftir og rangtúlka reglurnar.

3. Íslensk yfirvöld hafa byggt ákvarðanir um flugmál á þekkingarleysi íslenskra embættismanna.

4. Íslensk yfirvöld hafa gengið lengst evrópuþjóða í ACAM úttektum á almannaloftförum og einu yfirvöldin að  vitað er sem hafa grándað almannaloftför í ACAM úttektum. 

5. Íslensk yfirvöld virðast enn vilja skaða almannaflugið með nýjum séríslenskum reglum, samanber nýjustu reglurnar um stóru skiltin, túngumálin og eldsneytisáfyllingarnar.

 6. Íslensk yfirvöld hafa gert sérstaklega í að taka réttindi af flugtæknum (flugvirkjum) og tregðast mjög við að gefa þeim ný réttindi og löggildingar á sama tíma og opinberir starfsmenn virðast hafa fengið fjölmörg umdeild fagréttindi án þess að hafa viðeigandi þekkingu.

Ofannefndar athugasemdir eiga einungis við um viðhalds- og lofthæfismál loftfara.

Við höfum upplýst Ögmund Innanríkisráðherra um þessi mál en hann kýs að slá skjaldborg yfir slæma og  spillta stjórnsýslu undirmanna sinna.  Ráðherra er lögum samkvæmt æðsti yfirmaður stjórnsýslunnar og ber ábyrgð á stjórnsýslu undirstofnanna sinna.

Ráðherra hefur að okkar mati því miður brugðist sínum skyldum og eru hans mál nú til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis og Eftirlitsstofnun EFTA.

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 25.2.2013 kl. 21:03

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er smþykkur öllu sem þú hefur set fram í þinni athugasemd Kristján, og hef sjálfur lent í papírspúkaveldinu við endurnýjun flugvirkjaskírteinis.

Kem sennilega aldrei til með að nota skírteinið, en papírspúkarnir gerðu endurnýjunana afar leiðinlega erfiða og kostnaðarsama.

Kveðja frá London Gatwick.

Jóhann Kristinsson, 25.2.2013 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband