JÁ við nýrri stjórnarskrá okkar.

JÁ það er heiður að fá að kjósa um nýja stjórnarskrá sem fólkið í landinu vann og samdi.

JÁ það er heiður að taka þátt í að setja lýðveldinu nýja stjórnarskrá.

JÁ það er heiður að fá að hjálpa til við að ljúka gerð nýrrar stjórnarskrár með að segja JÁ við fyrstu spurningunni.


mbl.is Kosning hafin - talningin tímafrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 14:57

2 identicon

Smá leiðrétting

það er ekki verið að kjósa um stjórnarskrá það er verið að taka þátt í skoðannakönnun um hvort tiltekinn atriði skulu vera lögð til grundvallar umræðu á alþingi

sæmundur (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 15:04

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já reyndar, en málið er að þetta skiptir máli fyrir okkur öll og það hefur verið vel að þessu verki staðið að mínu áliti, og við fáum ekki annað tækifæri í bráð til að leggja okkar á vogarskálina að nýrri stjórnarskrá.  En sennilega hentar einhverjum betur að samþykkja stjórnarskrá sem er samni af Sjálfstæðisflokknum.  En stjórnarskrá sem hefur að geyma aðkomu þjóðarinnar allra að málinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 15:08

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú kýst semsagt stjórnarskrá sem er samin af Samfylkingunni Ásthildur? Er ekki eitthvað rangt við það að pólitískt agenda ráði för í efni sem á að vera hafið yrir flokksliti. Það er gersamlega búið að heilaþvo þig og þú bergmálar hér möntrut Þorvaldar Gylfasomnar orðrétt um allt blogg án þess einu sinni að skilja hvað þú ert að segja.  Frjálslyndiflokkurinn er sannarlega búinn að kvitta sig út úr Íslenskri pólitík hér með. Þú átt þó einhvern heiður af því.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2012 kl. 20:18

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minn ágæti Jón Steinar, ég er eingöngu að fylgja minni sannfæringu.  Svona tækifæri gefst ekki aftur.  Segðu mér minn kæri viltu heldur fá yfir þig stjórnarskrá Sjáfstæðisflokksins sem nú er í smíðum, þar sem þeir telja sig fá meirihluta í næstu kosningum og eru nú þegar að hanna næstu ríkisstjórn?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 20:36

6 Smámynd: KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON

Já hin nýja stjórnarskrá er að sjálfsögðu eingöngu samin af Samfylkingarfólki fyrir Samfylkinguna undir styrki stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Allir 1000 sem valdir voru á þjóðfundinn var að sjálfsögðu Samfylkingarfólk og allir 25 sem kosnir voru í stjórnlagaráð var að sjálfsögðu Samfylkingarfólk, allir undir beinni stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Allir sem greiddu nýju stjórnarskránni atkvæði nú í dag er að sjálfsögðu Samfylkingarfólk.

Hinsvegar eru allir sem greiddu atkvæði gegn nýju stjórnarskránni afturhaldskommatittir og að sjálfsögðu ekki í Samfylkingunni.

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 20.10.2012 kl. 21:41

7 identicon

Ég fylgdi líka minni sannfæringu, nýtti minn atkvæðisrétt í skoðanakönnunni og sagði NEI - heiður eða ei.

Trúi því að þetta sé síður en svo síðasta tækifæri okkar til að hafa áhrif á stjórnarskrána í landinu okkar og heillavænlegara að taka þetta í smærri og vandaðri skrefum.

Fyrir utan að vera orðin ansi stóreyg yfir hentistefnu já-sinna í þessu máli að spyrða nei eingöngu við Sjálfstæðisflokkinn. Eruð þið ekki búin að vera á landinu undanfarið?

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 21:45

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún mín við munum ekki fá annað tækifæri til að breyta þessu það er nokkuð ljóst. Ég fylgist alveg ágætlega með og er algjör ESB andstæðingur, en þetta hefur bara ekkert með það að gera hvorki Samfylkinguna né ESB.  Svo sorglegt að fólk skuli einmitt lepja þetta upp frá þeim sem engu vilja breyta.  Sagan mun segja frá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 21:58

9 identicon

Siggi minn og sigga mín Gunna mín og gunni minn Cesil mín og Kobba mín. Skrapp á klóið. 

Minn sinn sín Che. (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband