Flugmálastjórn fer offari og fylgir ekki stjórnsýslureglum.

Skrifað í tilefni þess að Flugmálastjóri sendi tilkynningu á talsmenn atvinnuflugsins um almannaflugið.

Við fögnum því að Flugmálastjóri tjái sig um málefni almannaflugsins en um leið sérstakt að tölvupóstur FMS um málið er fyrst og fremst beint til atvinnuflugsins og stjórnsýslu.

Þá er fagnaðarefni að sjá svolítið af tölulegum upplýsingum um stöðu almannaloftfara ekki sýst þar sem FMS hefur ekki sinnt ítrekuðum beiðnum um tölulegar upplýsingar og neitað að afhenda aðrar upplýsingar, t.d.  ACAM skoðanir, sjá viðhengi.

Rétt er að bregðast aðeins við skrifum um mótorsviffluguna en svo virðist sem Flugmálastjóri sé lítt upplýstur um málið og rangfærslur eru nokkrar.

Í umfangsmikilli yfir 10 tíma skoðun á loftfarinu og aðallega gögnum þess fundu skoðunarmenn 13 frávik þar af 9 svonefnd fyrsta stigs frávik er kyrrsetur loftfarið samstundis. Eigandinn svaraði strax öllum fyrsta stigs frávikum með greinargerð. FMS tók ekkert mark á greinargerð eiganda og ítrekaði frávikin og krafðist sannana. Skoðum aðeins nokkur fyrsta stigs frávik en önnur sem ekki eru nefnd eru svipuð þessum.

1.     GPS flugtæki er um borð og tengt við rafkerfi loftfarsins. Í Part–M reglum er skýr heimild fyrir að siglingatæki, flugtölvur og annar rafbúnaður og ísetning þurfi ekki að uppfylla vottunarkröfur gagnvart svifflugum og mótorsvifflugum.  FMS hafnar þessum EASA reglum og krefst þess að búnaður sé fjarlægður.

2.     Blettað yfir gamla málningaskemmd á væng og blettunin skráð í viðhaldsbækur. FMS hafnar skráningunni og krefst sönnunar á að blettun hafi verið heimild og farið fram samkvæmt gildandi viðhaldsreglum.

3.     Ísetning á hleðsluvír með tengi ásamt öryggi við rafgeymi. Vírinn fylgdi loftfarinu við kaup 2003. Vírinn er staðlaður fyrir svifflugur og til að setja hleðslu á rafgeymi í gegnum lúgu. Eigandi telur að búnaðurinn falli undir sömu heimild og GPS tækið. FMS krefst þess að vírinn sé fjarlægður og skipt um rafgeymi. Eigandi skilur illa kröfu um rafgeyminn en grunar að FMS telji að búið sé að menga rafgeyminn með ólöglegu og óvottuðu rafmagni.

4.     Lítill gúmmítappi, einn af fjórum er styður við litinn vatnskassa. Gúmmítappinn er staðlaður og keyptur í varahlutaverslun árið 2007 og settur í 2010. FMS krefst þess að keyptur verði strax nýr vottaður gúmmítappi.

Í reglugerð var lögleidd krafa um vottaða varahluti sem tók gildi 28. sept. 2009. Hinsvegar var í gildi reglugerð til 18. ágúst 2010 nr. 488/1997 sem heimilaði viðhald eftir gömlu reglunum. Fram að þeim tíma var ekki krafa um vottaða varahluti í svifflugur þrátt fyrir að FMS fullyrði annað. Þá eru undanþágur í reglum um vottaða varahluti gagnvart stöðluðum varahlutum.

Eins og sjá má hér að ofan er vinnulag FMS smásmugulegt og hefur ekkert með aukið flugöryggi að gera. Þvert í mót er framganga FMS sannarlega til þess að minnka flugöryggi samanber krafan um GPS tækið og hleðsluvírinn.

Þá fer FMS ekki eftir stjórnsýslulögum og vinnureglum EASA varðandi verklag sitt.

1.     FMS er skylt að kynna og bjóða upp á kæruleið ef frávik er úrskurðað fyrsta stigs af FMS.

2.     FMS bíður ekki upp á þá heimild sem gefin er í reglum EASA að færa frávik niður í annars stigs ef hafin er vinna við lokun fráviksins.

Að gránda loftför er stór ákvörðun sem þarf að byggjast á skýrum reglum. FMS neitar að upplýsa eða útskýra hvernig frávik er metið sem fyrsta stigs eða aðrar vinnureglur um kyrrsetningar og ACAM skoðanir.  Eigandi loftfarsins telur að verklag FMS byggist aðallega á geðþóttaákvörðunum sem FMS getur ekki skýrt.
FMS sinnir ekki sjálfsagðri leiðbeiningarskyldu og vinnulag sem hefur verið viðhaft síðustu ár, er nú skyndilega hafnað í lögregluleikjum starfsmanna FMS.
Ísland og Ítalía virðist ganga harðast fram í offari gagnvart almannafluginu.  Hin norðurlöndin eru t.d. ekki enn byrjuð að taka ACAM skoðanir á svifflugum og lítið sem ekkert á almannaloftförum.

Því varð ekki hjá því komist að eigandi loftfarsins, Svifflugfélag Íslands, sendi inn stjórnsýslukæru á vinnubrögð FMS, sjá meðf. viðhengi. Þá hefur félagið einnig kært höfnun FMS á upplýsingagjöf, sjá viðhengi.

Ef ekki verður breyting á þessum málum eru forsendur fyrir núverandi rekstri Svifflugfélagsins brostnar.

Vonandi geta hagsmunaaðilar og yfirvöld í framtíðinni unnið saman til eflingar flugsins, við eigum ekki að þurfa að vinna með þessum hætti.

Með góðri flugkveðju,

Kristján Sveinbjörnsson

Form. Svifflugfélagsins


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband