Færsluflokkur: Evrópumál

Flugyfirvöld andvíg flugstarfsemi?

Spennandi og skemmtileg frétt fyrir okkur Íslendinga.

Hvernig má það hinsvegar vera að á síðustu 4 árum hefur lofthæfum almannaloftförum fækkað um helming á Íslandi, einu Evrópulanda?

Jú Íslensk flugyfirvöld, það er Flugmálastjórn og Innanríkisráðuneyti með Ögmund  Innanríkisráðherra sem æðsta mann, hófu árið 2010 krossferð gegn almannaflugi og árangurinn er sá að svokölluðum EASA almannaloftförum, sem eru kennsluflugvélar, einkaflugvélar og svifflugur hefur fækkað um helming. Flugmálastjórn hóf skyndilega að kyrrsetja tugi loftfara og gerði mönnum illmögulegt að halda loftförum flughæfum. 

Ef þessi stefna yfirvalda heldur áfram mun almannaflug leggjast af og atvinnuflugið bíða mikinn skaða þar sem Ísland mun þurfa að leita erlendis að flugmönnum ef þá verður eitthvert íslenskt flugfélag starfandi hér á landi.

 Það er því verk að vinna fyrir nýjann Innanríkisráðherra að snúa ofan af sjálfseyðingarstefnu núverandi flugyfirvalda. 

 


mbl.is Aukin eftirspurn eftir flugmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugmálastjórn sniðgengur stjórnsýslulög.

Flugmálastjórn sem íslensk stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun á í miklum erfiðleikum með að fylgja stjórnsýslulögum.

Stofnunin fer nú offari í túlkun og framkvæmd nýrra evrópureglna, svokallaðra Part-M reglna, um viðhald loftfara og hefur ekki getu til að rökstyðja nýjar íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir sem hún tekur.  

Stofnunin skýlir sig á bak við eigin ákvörðun, að leynd hvíli á stjórnsýslu stofnunarinnar og synjar um aðgang að umbeðnum gögnum.

Lögmaður Svifflugfélagsins telur að Flugmálastjórn hafi brotið á félaginu á eftirtöldum ákvæðum stjórnsýsluréttar:  lögmætisreglu, meðalhófsreglu, leiðbeiningarskyldu, jafnræðisreglu og upplýsingaskyldu  ásamt fjölmörgm öðrum lagaákvæðum, sjá gögn með fyrri færslu. http://flugmann.blog.is/blog/flugmann/entry/1205542/

 

Í vikunni rann út lögbundinn frestur Flugmálastjórnar á að rökstyðja íþyngjandi og smásmugulegar stjórnvaldsákvarðanir vegna úttektar á TF-SAA og framsettar óásættanlegar kröfur vegna beiðni um ferjuflug.

Í 21. gr. stjórnsýslulaga segir skýrt,  “Beiðni um rökstuðning………skal stjórnvald svara henni  innan 14 daga frá því að hún barst.”

 

Nú eru liðnir 28 dagar frá fyrstu kröfu um rökstuðning og þrátt fyrir ítrekanir hefur Flugmálastjórn ekki svarað kröfunni en bregst við síðustu ítrekun með að nefna að hún hafi jú rökstutt málið. 

 

Ekki verður séð að stjórnvaldsákvarðanir Flugmálastjórnar byggist á upplýstum og fyrirliggjandi rökum en margar ákvarðanir stofnunarinnar eru teknar af geðþótta sem erfitt hefur reynst fyrir stofnunina að rökstyðja.

 

Von okkar er að athugasemdir við óásættanlega stjórnsýslu FMS verði til þess að stjórnvöld taki flugmálastjórnir annarra norðurlanda til fyrirmyndar og vinni með almannafluginu að lausnum í stað stríðsátaka, áður en óbætanlegt tjón verður á íslenskri flugstarfsemi. Enn er því miður ekki að finna vilja stjórnvalda til að breyta.

 

Lausnin felst ekki í orðum flugmálastjóra við hagsmunaaðila, 

“Flugmálastjórn ræður,  ef þið eruð ekki sátt,  þá getið þið kært.”

 

Lausnin felst í samstarfi yfirvalda og hagsmunaaðila.


Um bloggið

Dægurmál og skoðanaskipti

Höfundur

KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • aska10_5.tiff
  • ...102_8379

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband